Jörð - 01.09.1932, Síða 81
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
79
Jörð]
vetna og hún varð svo sem vör við það. Við töluðum
saman um innri þýðingu viðburðanna og ég sagði henni
frá því, sem ég hafði séð. Ég mun aldrei gleyma svip
hennar, er hún sagði: „Ég sé ljósið. Kristur er meiri en
land mitt og ríki hans getur komið, hvort heldur er fyrir
aðstoð þess eða án hennar. Ég sé ljós brjótast gegmmi
þessi ský, sem hafa vofað yfir mér“. Gegnum lítinn
glugga hafði hún séð mikið ljós.
Fyrir 9 árum nefndi Iiindúi nokkur nafn Krists í
ræðu á þingfundi þjóðþingsins í Poona. Þá varð svo
mikið uppþot og’ þys, að hann varð að setjast niður og
gat ekki lokið ræðu sinni. Nafn Krists var þá fyrir hug-
skotssjónum Indlands tákn alls þess, er það hataði, því
að hann var óaðskiljanlegur frá alríki og hinum erlendu
yfirdrottnurum. Iíann hafði enn ekki hlotið þegnrétt á
vegum Indlands. En síðan hefir þjóðin aðgreint í huga
sínum Jesúm og Vesturlönd, svo að þegar liið sama þjóð-
þing kemur saman níu árum síðar, vitnar Hindúi sá, er
skipar forsæti, í þingsetningarræðu sinni í langar greinar
úr Nýja Testamentinu, og les upp alla frásögnina um
krossfestingu Jesú úr Jóhannesarguðspjalli; Krists var
getið um það bil 70 sinnum á því þingi. Frú Naídú, lnd-
lands mikilhæfa skáldkona og þjóðernissinni, sendi þing-
inu kvæði til upplestrar og var yfirskrift þess: „Þjónið
hver öðrum í kærleika", — biblíutilvitnun.
í ræðum og ritum leiðtoga Indlands koma alltaf að
öðrum þræði fyrir orðatiltæki og setningar úr Nýja
Testamentinu, svo að næstum líkist viðkvæði.
í einu af héraðsþingunum talaði forseti þingsins
um C. F. Andrews1) sem „þenna sannkristna mann“
og bætti við: „betur að sannkristnir menn væru
fleiri!“ Meðal annara orða nefna Hindúar C. F. Andrew
oft með upphafsstöfunum einum, C. F. A., og telja þá
tákna: Christ’s Faithful Apostel, þ. e. trúr postuli Krists.
Er slíkt sannur og íagur virðingarvottur.
’) Erl). endrjús; fvrv. framkva'intlarstjóri K. F. U. M. í Ind-
landi, soinna trúnaðannaöur Gandhis,