Jörð - 01.09.1932, Síða 82
80
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
[Jörð
Á þingfundi einum talaði nýlega leiðtogi Múhameðs-
ti'úarmanna, Múhameð Alí í þingsetningarræðu sinni um
Mahatma Gandhí sem „þenna mann líkan Kristi“. Aftur
og aftur standa Hindúar upp á fundum mínum og spyrja,
hvort ég álíti ekki, að Mahatma Gandhí sé maður líkur
Kristi. Ég svara venjulega, að ég sé honum hjartanlega
ósammála um þó nokkuð mörg atriði, en að ég álíti engu
að síður, að hann sé að ýmsu í raun og veru maður
mjög líkur Kristi. Stundum hefi ég fengið það svar, að
þeir vilji taka miklu dýpra í árinni: Þeir álíti, að hann
sé Kristur endurholdgaður. Iiindúi nokkur lét í ljósi
sömu hugsun, er hann hlýddi á prédikara, er flutti ræðu
um endurkomu Krists á sölutorgi nokkuru í Norður-
Indlandi: Af hverju erðu þér að prédika um endurkomu
Krists?! Það er ekki það, sem skiftir mestu máli. Það
sem skiftir mestu máli er það, að Gandhí er hugsjón
þeirra, og að þeir telja þá hugsjón og Jesúm vera eitt
og hið sama. Þetta ber vott um, að hugur þeirra er her-
tekinn af hugsjón Jesú.
Meira að segja er þetta svona um Arya Samaj. Þessi
stefna er vor bitrasti andstæðingur. Leiðtogi hennar
sagði nýlega í ræðu: „Þú getur gleymt nafni þínu. Þú
getur gleymt móður þinni, en gleymdu ekki, að kristni-
boðarnir eru fjendur lands þíns og menningar þinnar“.
En þrátt fyrir allt var þó Gandhí nýlega nefndur í rit-
stjórnargrein í aðalmálgagni þeirra, Vedic Magazine1):
„Þessi Kristur nútímans“. Með öðrum orðum: Móti
kristniboðanum, en óafvitandi með boðskap hans —
Kristi.
í grein nokkurri eftir Hindúa, í blaði, sem er fram-
úrskarandi þjóðernissinnað, stóð þessi setning: „Golgata,
þar sem annað mikilmenni Austurlanda leið píslarvætti
fyrir syndir heimsins, hefir nú hlotið hliðstæðu í Yerra-
vada fyrir alla ánauð heimsins. Það sem Golgata er fyrir
alla syndara í heimi, það er Yerravada fyrir alla ánauðuga
menn í heimi“. Yerravada er fangelsið, þar sem Gandhí var
) Frb. vedikk magasæn (bart. ,,g“)