Jörð - 01.09.1932, Síða 83
Jörð]
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
81
hafður í varðhaldi. Það skiftir ekki máli, hvort hér
ræðir um rétta samlíking- eða eklci. Hið merkilega er, að
indverska þjóðin hefir komi auga á líkinguna.
Dag nokkurn átti ég tal við tvo af fylgjendum
Gandhís og sagði við þá: „Bræður mínir, ef lat,d vort á
nokkurntíma að verða sterkt og frjálst, verður að vera
eining milli Hindúa og Múhameðstrúarmanna, en einingin
milli þeirra er nú reist á skökkum grundvelli. Þér hafið
grundvallað hana á samkomulagi, sem snertir trúar-
brögð; þér ættuð að grundvalla hana á þeirri óbreytilegu
staðreynd, að þér eruð allir Indverjar. Á þeim grundvelli
ættuð þér að mætast. Hitt mun bregðast“. Vinur minn,
Iíindúi, svaraði: „Já, en herra Jones, er þao ekki kristi-
leg skylda vor að hjálpa bræðrum vorum Múhamaðstrúar
í erfiðleikum þeirra“. Merkilegt er það að heyra Hindúa
tala um kristilega skyldu sína við bræður sína múham-
eðstrúar.
f ashram') borgarinnar-------ríkir fögur kurteísi og
vinsemd. Parsi2) nokkur kom þar inn í litla herbergið mitt
og lét fáein blórn á borðið. Það var fallega og hugulsam-
lega gjört. Ég sagði: „Bróðir minn, þetta var mjög Vin-
gjarnlegt af yður. Ég þakka yður hjartanlega fyrir það“.
„Ó, nei“, svaraði hann, „þetta var kristileg skylda mín“.
Þá áttaði hann sig á, hvað hann hafði sagt cg bætti
fljótt við: „Já, og líka skylda mín sem parsa“. En ég
fór að hugsa um það, hvort seinustu orð hans væru ekki
aðeins virðingarmerki, sem honurn fyndist hann yrði að
gjalda horfnum hugsjónum; hvort hann hefði ekki verið
eins og að veifa í kveðjuskyni til deyjandi hugsjónar í
sál sinni. Sú hugsun, sem hafði hertekið hann — her-
tekið hann í raun og veru — var, að það væri kristileg
skylda manns að vera vingjarnlegur og nærgætinn, en
hins vegar var hann enn parsi — hið ytra.
D Griðastaður fyrir andlcga hugleiðingu og viðiwðu.
-) Parsar: trúarflokkur, persneskrar ættar og fornpersneskr-
ar trúar. Forfeður þeirra flúðu til Iiullands, er MúhamnreOs-
trúarmenn lögðu Pcrsíu undir sig.
6