Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 84
82
IvRISTUR A VEGUM INDLANDS
[Jörð
Tveir af leiðtogum Indlands, annar stj órnmálamað-
ur, en hinn áhrifamaður á sviði félagshreyfinganna, voru
á tali með vini mínum einum. Leiðtoginn á sviði félags-
hreyfinganna sagði: „Sjáið þér til, dr. ------- Það er
mjög torvelt fyrir oss að segja um það, hvar hindú-
hugsjón vorri lýkur og hvar kristindómur vor hefst“.
Hann sneri sér að stjórnmálamanninum og sagði: ,,Er
það ekki rétt?“ Hann var hugsi svipstund, en sagði svo
með alvörusvip: „Jú, þannig er því farið“. Merkilegt er
að heyra slíka menn segja: Hindúahyggju vorri lýkur
— kristindómur vor hefst.
Ég talaði á fundi nokkurum um „Jesúm og vandamál
nútímans“. Fundarstjóri, sem var Hindúi og frábær djúp-
hyggjumaður um þjóðfélagsmál, sagði í athugasemdum
sínum við lok fundarins: „Mér skilst, að mergurinn máls-
ins í því, sem ræðumaðurinn hefir sagt, sé, að allt sé
undir því komið um úrlausn vandamála nútímans, að
reynt sé að ráða fram úr þeim samkvæmt anda og hugs-
unum Jesú. Nú er ég ekki kristinn maður og yður mun
ef til vill furða á að heyra mig segja, að cg er alveg
sammála ræðumanni í þessum ályktunum". Hann fór,
svo að seg'ja beint, af fundinum á allsherjarráðstefnu
Irdlands um félagsmál, þar sem hann skipaði forsæti.
Ráðstefnan fjallar um hin þungbæru félagsvandamál í
lífi Indlands. Og hann fór þangað með þá skoðun um
lausn vandamálanna í huga, sem hann hafði lýst á fund-
inum. Annar hindúi, fundarstjóri, setti málið fram á
þenna veg: „Vandamál nútímans stafa af því, að störf
manna og málefni vantar anda Jesú Krists“.
í spurningatíma í helgiborginni---------—— sendi
hágáfaður Hindúi, ritstjóri þjóðernissinnablaðs borgar-
’iinar, kandidat frá háskólanum í Oxford1), langa röð af
skarpviturlegum spurningum til mín upp í ræðustólinn.
Er ég var að svara spurningunum eftir beztu getu, stóðu
tveir leynilögregluþjónar (menn úr njósnarliði Indlands)
upp, fóru bak við súlu eina og hvísluðust þar á, svo
) Fornfræg háskólaborg í Englandi.