Jörð - 01.09.1932, Side 85
Jörð]
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
83
að hann átti erfitt með að heyra það, sem ég sagði.
Menn hessir voru engir vinir ritstjórans og sennilegt er,
að þeir hafi verið töluvert á hnotskóm kringum hann.
Og nú bættu þeir gráu ofan á svart með þessu ónæði,
sem þeir voru að gjöra honum. Ritstjórinn varð töluvert
ókyrr í sæti; hann kunni þessu auðsjáanlega mjög illa;
loksins sneri hann sér að einum vini mínum, sem sat
við hliðina á honum og sagð: „Herra J--------------Ég er
ekki eiginlega kristilega sinnaður til þessara manna“.
Hérna var þá hindúi, sem hafði orð á því, hve ókristi-
legt hugarfar hann bæri til manna, sem komu fram fyrir
hönd kristinnar stjórnar. Allt í hrærigraut og þó upp-
lýsandi.
Með þau atvik í huga, sem að framan hefir verið
skýrt frá, og fjölda mörg önnur þvíumlík, furðaði mig
ekki á því, að hjndúi nokkur, menntaskólastjói'i, sagði
dag einn við mig: „Kriststignun, sem er algjörlega fyrir
utan kristna kirkju og mætir nærri mótstöðu frá henni,
fer vaxandi á Indlandi. Meginhugmyndir þessarar tign-
unar eru kærleikur, þjónusta og sjálfsfórn". Hann átti
ekki við það með því, sem hann sagði, að þessar hug-
myndir væru að neinu leyti að fá skipulagsbundið form
í stofnun, er héti Kriststignun. Á Indlandi eru hug-
myndir ekki útbreiddar af afgirtum stofnunum, eins og
venjan er í Vesturlöndum. Útbreiðsluaðferðin hefir ver-
ið sú, að hugmyndir berast frá einum manni til annars
og gagnsýra þannig heildina. Og þessi gagnsýring, sem
nú á sér stað, fylgir nákvæmlega anda og aðferð liðinna
tíma, því að þannig var það, að húgmyndir hinna miklu
siðabótafrömuða svo sem Ramanuja1) og Shankara náðu
völdurn. Þessi Kriststignun hefir fremur orðið eins og
andlegt andrúmsloft heldur en fastmótað fyrirkomulag.
En nú brýzt hún fram í huga vorn hin örlögþrungna
spurning: Mun kristin kirkja, sem nú er, vera nægi-
lega mikilhæf, nægilega vakandi og samkvæm kröfum
xímanna, nægilega lík Kristi til þess að vera tæki það
6*
:1) Frb. ramanúdsja.