Jörð - 01.09.1932, Síða 87
Jöið] KRISTUR Á VEGUM INDLANDS 85
hljóm við söng lífsins; því að ég sá Drottinn minn upp-
risinn ganga einu sinni enn inn um luktar dyr og sýna
hendur sínar og síðu og ávarpa lærisveina, sem ég hafði
ekki vitaö um, friðarkveöju.
Eins og loftið í náttúrunni verður mettað af raka,
svo að það steypist niður sem regn, þannig er andlegt
andrúmsloft Indlands að mettast áhrifum Jesú Krists
og komið á fremsta hlunn með og er meira að segja þeg-
ar farið að falla í kristin form og kristinn blæ. Það er
bæn mín, að Kristin Kirkja beri gæfu til að þess að vera
svo Kristi lík, að hún verði farvegur fyrir þessa and-
legu úrkomu.
En eitt verð ég enn að taka fram til varúðar. Mis-
skiljið mig ekki. Mér nægir ekki, að Jesús veki nokkurn
áhuga. Mér nægii- ekki minna en það, að menn helgi sig
honum alveg og skilyrðislaust. En sé mér gefinn einn
þumlungur af sál Indlands, mun ég þiggja hann og þraut-
biðja um næsta þumlung, þangað til öll sál þessarar miklu
þjóðar krýpur við fætur Sonar Guðs.
Meira að segja minnumst vér þess, að innsta kall
vort til heimsins er ekki aðeins að elska Krist, heldur að
trúa á hann. En þar eð þjóð verður aðeins unnin Kristi til
handa með því að stíga skref fyrir skref, þökkum vér
Guði fyrir sérhvert skref, sem vér getum stigið á leið-
inni að takmarkinu. Ilið endanlega takmark er trú á
Krist.
En hann, sem var þakklátur fyrir bikar af köldu
vatni, gefin í hans nafni; hann, sem vísaði eigi á bug
konu, er sökum hjátrúar snerti fald klæða hans, en lét
lækninguna koma fyrir hina ófullkomnu snertingu; hann,
sem gladdist af trú manns, sem var fyrir utan vébönd
fsraels og sagði að hann hefði ekki fundið svo mikla
trú í ísrael og gaf honum það, sem hjarta hans þráði;
liann, sem vildi ekki brjóta sundur hinn brákaða reir,
né slökkva hinn rjúkandi hörkveik; hann, sem sá dýpri
þýðingu í því, er þakklát kona smurði fætur hans, held-
ur en hún sá sjálf, og kunngjörði, að smurning hennar
hefði þýðingu fyrir greftrun hans; hann, sem heyrði