Jörð - 01.09.1932, Side 88
86 KRISTUR Á VEGUM INDLANDS [Jörð
og svaraði hrópi iðrandi ræningja um að minnast hans;
— hann mun vissulega ekki fyrirlíta þennan dag lítilla,
en spádómlegra byrjana og hann mun líka leiða þessa
,,aðra sauði, sem eru ekki af þessu sauðabyrgi, og það
mun verða ein hjörð og einn hirðir“.
FJÓRÐI KAPÍTULI.
Jesiis kemur eftir óvenjulegum leiðum. —
Áhrif Mahatma Gandhís,
KRISTINN fyrirlesari var að benda á þá eftir-
tektarverðu staðreynd, að hugsun og andi Jesú er að
gagnsýra andlegt andrúmsloft Indlands. Þá sneri sér að
mér Hindúi og sagði: „Já, en honum gleymist að taka
það fram, að Mahatma Gandhí á töluverðan þátt í því
að vekja þessa nýju athygli á Jesú“. Og ég hlaut að játa,
að þessi athugasemd var réttmæt.
Mahatma Gandhí kallar sig ekki sjálfur kristinn
mann. Hann kallar sig þvert á móti hindúa. En með líf-
erni sínu, lífsskoðun og starfsaðferðum hefir hann orðið
þess valdur, að mikið af þessum áhuga fyrir Kristi hefir
vaknað.
Ilann sá glöggt, að Indland átti um tvo vegi að velja,
til þess að reyna að verða frjálst land. Það gat beitt
sverðinu og sprengikúlunni — farið þá leið, sem Mú-
hameð Alí og Shaukat1) Alí, leiðtogar Múhameðstrúar-
manna hlytu að hafa valið, ef að Gandhí hefði ekki haldið
þeim í skefjum; leiðina, sem stjórnleysingjarnir í Ben-
gal hafa í raun og veru reynt. Eldar uppreistarhugans
loguðu undir niðri. Geigvænlegt leiftur einnar og einnar
sprengikúlu gaf heiminum glögga innsýn í, hvað á seiði
var. Gandhí lét alla þessa földu óánægju koma fram í
dagsins ljós. Starfsmaður í leynilögregluliði stjórnarinn-
ar skýrði mér frá því, að nú ætti lögreglan tiltölulega
hægt um hönd, síðan Gandhí kom fram á sjónarsviðið;
) Frb. sjókat.