Jörð - 01.09.1932, Page 89
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
87
Jörð]
liún færi blátt áfram til höfuðstöðva „hinnar ofbeldis-
lausu andstöðu“ og spyrði um, hvert skref væri gjört
ráð fyrir, að stigið yrði næst í baráttunni gegn stjórn-
inni; og lögreglunni væru ]?á hiklaust gefnar upplýsing-
ar um það, hvað næst ætti að aðhafast. Gandhí beindi
uppreistarelfunni í sýnilega og ófalda farvegi.
Hann hafnaði bæði sverðinu og sprengikúlunni, ekki
vegna þess, að það væri hagkvæmt, heldur af því, að
hann trúði af allri sálu sinni á það, sem er þeim annar-
legt; hann trúði á aðra tegund kraftar — vald þjáning-
arinnar — og aðra tegund sigurs, sigur yfir sjálfum
sér; þennan innri sigur, sem ætti að koma á undan ytri
sigrinum, þjóðernissigrinum. Það var trú hans, að við
eldraun þjáninganna kæmi hið innra frelsi, og að félags-
og stjórnmálalífið hreinsaðist við hinn innri kraft.
Og nú bar það við í fyrsta sinni í sögu mannkyns-
ins, að þjóð, er barðist fyrir þjóðfrelsi sínu, afneitaði
blóðugum vopnum og líkamlegum aflsmunum og setti
sálarafl í stað þess og gjörði endurfæðingu þjóðarinnar
hið innra, að höfuðatriði á stefnuskrá sinni. Með þessu er
vissulega barizt margfalt kristilegar en venja er til á
Vesturlöndum. Ef gjörvöll indverska þjóðin hefði höndl-
að þessa hugsjón í raun og sannleika, og hrundið henni
í framkvæmd, eins og nokkur hluti þjóðarinnar gjörði,
þá hefði hún hækkað til þeirrar siðgæðistignar, sem á
næstum engan sinn líka. Það er eins og enskur rithöf-
undur, sem er ekki talinn vingjarnlegur í garð Gandhís,
sagði: „ITefði Indland fylgt stefnuskrá Gandhís í raun
og sannleika, þá hefði sérhver þjóð á Jörðu hlotið að
játa, að Indland væri leiðtogi heimsins í sönnu siðgæði“.
Indverjar hefðu þá sýnt oss leiðina út úr því spillingar-
öngþveiti og hringiðu, sem hermennskan hefir komið
oss í. Þeir mundu þá hafa fært fullar sönnur fyrir því,
sem vér höfum öll óljósa tilfinningu um. að það afl, sem
ræður úrslitum í heiminum, á aðsetur í sálinni.
Ensk-indverska dagblaðið, „The Statesman“1), sem
]) Frb. ðö steitsman.