Jörð - 01.09.1932, Síða 91
JöröJ
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
89
mun Gandhí vafalaust hljóta sinn hluta, því að hann er
einn þeirra, sem eru hógværir, einn hinna hógværu, sem
eru ógurlegir.
Misskiljið mig ekki. Tilgangur minn með samlík-
ingunni er ekki sá, að gefa það í skyn, að þessum atburð-
um sé samlíkjandi að áhrifum sínum á sögu mannkyns-
ins. Hitt er það, að vegna þess að ég tilheyri hinum
mikla ósigri, sem táknaði lausn heimsins, hefi ég fyrir-
fram skilyrði til þess að skilja ósigur, sem kann að
bera í sér eitthvað stórfelldara en stjórnmálagengi,
bæði fyrir Indland og aðra.
Gandhí brást ekki. Indverska þjóðin brást Gandhí.
Hennar varð ósigurinn. En Gandhí vann sigur í raun
og veru, enda þótt svo virtist, sem hann biði ósigur.
Mér er hugljúfara að sjá fyrir huga mér þann Gandhí,
sem er sigraður, en er án allrar gremju stöðugur í
þeirri trú, að kraftur hugsjónar hans hljóti að sigra
einhvernveginn; heldur en að sjá Gandhí, seni sé orð-
inn fyrsti forseti indverska lýðveldisins fyrir fulltingi
annara afla. Það er gnægð forseta víðsvegar í veröld-
inni. Eftir hverja kosningu koma nýjar birgðir. 1 Klna
kemur nýr maður í forsetastól á fárra mánaða fresti
vegna þess, hvernig byr breytist í hafróti stjórnmála
og hernaðar. En þeir eru fáir utan Kína, sem þekkja
nöfn þessara kínversku forseta. En nafn Gandhís fylg-
ir oss, vekur oss geðshræringu og kallar til vor. Ég
er honum ósammála um margt; en ef hann dæi núna,
einmitt á þeim tíma er það virðist augijósast, að hann
hafi beðið ósigur, þá mundi ég þó álíta, að hann væri
sá maður, þeirra sem uppi hafa verið í Austur- eða Vest-
löndum á seinustu tíu árum, er bezt hafi heppnast í
lífinu. Slíkur hygg ég verði dómur sögunnar. Heldur
vildi ég vera Wilson eða Gandhí sigraður og trúr hug-
sjónum, sem hafa ekki sigrað, heldur en að vera Cle-
menceau1), tígrisdýrið, sem reigir sig og hrósar sigri
yfir föllnum óvini.
*) Frb. klemengsó; aðalleiðtogi Frakklands i ófriðnum