Jörð - 01.09.1932, Side 92
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
[Jörð
5)0
Hr'eyfing Gandhís lét eftir I huga Tndlands, er hún
beið ósigur, nýjan andlegan auð. Krossinn var orðinn
Indverjum skiljanlegur og lifandi. Það var, þar til fyr-
ir fáum árum, eins og að tala við stein, að prédika
krossinn á Indlandi. Allur skilningur Indverja á lífinu
var andstæður krossinum. Kenningin um Karma hef-
ir, eins og hún er venjulega skilin, lítið eða ekkert rúm
fyrir krossinn. Samkvæmt henni hlýtur hver maður
í yfirstandandi jarðlífi ekkert nema laun eða refsing-
ar fyrir atliafnir sínar í fyrri tilverum, svo úthlutað,
að ekki munar minnsta smávægi. Allt er fastskorðað
af járnhörðu lögmáli launa og refsinga. Sé manni hjálp-
að, er það af því, að Karma hans krefst hjálparinnar;
sé manni mein gjört, er það af sömu ástæðu. Öll þján-
ing er refsing og afleiðing af synd í fortíðinni. Þessi
hugsunarháttur var orsök þess, að maður nokkur
spurði mig á einum af fundum mínum, „hvort Jesús
myndi ekki hafa verið mjög slæmur maður í fyrri til-
veru, úr því að hann varð að kveljast svo skelfilega
í þessari tilveru“. Hér kom fram sjónarmið, sem er í
samræmi við kenninguna um Karma. í þeirri kenningu
er lítið eða ekkert rúm fyrir þjáningu í annara manna
stað.
En með kenningu Gandhís um það, að Indverjar
geti, er þeir hafa hamingju þjóðar sinnar að takmarki,
tekið á sig þjáningar með gleði, hefir komið í hið and-
lega andrúmsloft nýr næmleiki fyrir prédikuninfii um
krossinn. Gáfaður og djúphugull Hindúi skrifaði um
þetta: „Það sem trúboðunum hefir eigi verið unnt að
gjöra á fimmtíu árum, hefir Gandhí gjört með lífi
sínu, framkomu fyrir dómstólum og við fangelsun, sem
sé það, að snúa augum Indlands að krossinum“. Ég er
trúboði, og menn skyldu nú ætla, að slík ummæli kæmu
oss trúboðum til að kveinka oss, en þau gjöra það
mikla og faðir „friðarsamningsins“, scm kenndur cr við Vorsali;
hann var að auknefni stundum kallaður „tígrisdýrið".
Ritstj.