Jörð - 01.09.1932, Page 93
KRISTUR A VEGUM INDLANDS
91
Jörð]
ekki. Vér látum oss í léttu rúmi ligg'ja, hverjum heið-
urinn hlotnast. Vér erum ekki í Indlandi til þess að
hljóta heiður, heldur til þess að boða sannleikann. Vér
óskum þess svo heitt, að Indland 'og' allur heimurinn
sjái krossinn, að það gleður oss innilega, ef einhver, og
engu síður þó að það sé maður utan vorra vébanda,
hjálpar Indlandi til þess að sjá krossinn. Nú er svo
komið á Indlandi, að það er hægt að fara í einu spori
frá þjóðernishugsununum beint að hjartastað kross-
ins. Kjarni kristniboðskaparins er að ryðja sér til
rúms með valdi. Það kveður svo rammt að þessu, að
ritstjóri einn, Múhammeðstrúar, sagði einu sinni i rit-
stjórnargrein: „Frá hrein-hernaðarlegu sjónarmiði er
það óendanlega miklu betra fyrir trúboðana, að eiga allt
undir krossinum og sjálfsfórnarboðun hans, en undir
stórveldunum og þeirra hjálp“. Svona vel hefir rit-
stjóri Múhammeðstrúar skilið innsta kjarna kristniboðs-
skaparins, og þó er það mjög eríitt fyrir Múhammeðs-
trúarmenn að gjöra sér grein fyrir slíku, því að þeir
hafa allt aðrar hugmyndir um vald en vér.
Hér kemur lítill gluggi, sem sjá má töluvert út
um: í þjóðernissinnablaði einu birtist þessi blossandi
fyrirsögn einu sinni á tíma mikilla æsinga: „Hræðileg
krossfestingarnótt". Ég las greinina yfir með ákefð,
til þess að komast að, hvað við hafði borið. Hún var
fjörleg frásögn um það, hvernig Alkalí Sikhar, sem
beittu ofbeldislausri andstöðu, höfðu verið leiknir
illa af lögreglunni. Greinin endaði á þessari setningu:
„Kæri lesari, á þessari hræðilegu nóttu var Kristur
krossfestur aftur“. Þetta var skrifað af hindúa fyrir
hindúa og múhammeðstrúarmenn; en þeim hafði skil-
ist það, að Kristur var á dularfullan hátt sameinaður
mönnum, er þeir liðu sársauka, þjáning og kúgun. Það
sem máli skiftir er ekki það, hvort þeir atburðir, sem
skýrt var frá, höfðu þá þýðingu, sem löggð var i þá.
Hugmyndin lifir áfram, eftir að atvik það, sem henni
var beint að, er fallið í gleymsku. Og hugmyndin
er sú, að Jesús þjáist í þjáningum manna.