Jörð - 01.09.1932, Page 94
92
KRISTUR A VEGUM INDLANDS
[Jöið
Þjóðernissinni einn setti málið fram með þessum
orðum: „Það eruð þér, kristnir menn, sem getið skil-
ið innri hugsun hreyfingar vorrar betur en aðrir, því
að hún er í skyldleika við þá hugsun, sem er rauði
þráður Kristindómsins“. Maðurinn, sem sagði þetta við
mig, var göfugur í lund og lifði sjálfur samkvæmt
þessari innri hugsun. Annar þjóðernissinni spurði mig:
„Álítið þér ekki, að vér breytum eftir meginkenning-
mn Jesú, er vér beitum hinni ofbeldislausu mótstöðu,
eins og sakir standa nú í stjórnmálum vorum?“
Ýmsir Hindúanna hafa verið áhyggjufullir, vegna
þess, að þessi skoðunarmið séu of auðsæilega kristileg.
Einn þeirra spurði á einum funda minna: „Farið þér
ekki nákvæmlega eins að og enska stjórnin, sem lagði
undir sig Indland við fulltingi þess eigin sona, með
indverskum hersveitum, er þér reynið að leggja Ind-
land undir Kristindóminn með því að nota einn af
sonum landsins, Gandhí“? Auðvitað var þetta fráleitt,
því að Gandhí stendur fjarst því allra manna að láta
„nota“ sig. En mergurinn málsins er þetta: spyrjand-
inn sá hina kristnu straumstefnu atvikanna.
Á einni hinna mikilvægu ráðstefna, þar sem leið-
togar þjóðernissinna ræddu um það, hvernig haga
skyldi starfsháttum, sagði hindúi nokkur: „Ég er á
móti hinni ofbeldislausu andstöðu. Ég spyr yður: Er
hún samkvæm kenningu Hindúa? Það er hún ekki. Er
hún samkvæm kenningu Múhameðstrúar? Það er hún
ekki. Ég skal segja yður, hvað hin ofbeldislausa and-
staða er. Hún er kristileg kenning. Þess vegna er ég
andstæðingur hennar“.
Jafnvel í hópi venjulegra þorpsbúa1) hafa menn orð-
ið varir þessarar straumstefnu. í borginni---------höfðu
kristniboðarnir orðið fyrir biturri andstöðu af hálfu
hindúa, er þeir prédikuðu við Mela (Mela er trúarleg
A) Sveitabyggingin indverska er í þorpum; er þar um að
ræða yíirgna;fandi moiri liluta þjóðarinnar. Að stærð geta
þorpin verið sem borgir d vorri mælilcvarða. Ritstj.