Jörð - 01.09.1932, Side 95
Jörð] KRISTUR Á VEGUM INDLANDS »3
hátíð og markaðshald um leið). En ár það, sem ég ræði
hér um, komu hindúarnir og hjálpuðu þeim, því að þeir
sögðu: „Nú erum vér bandamenn, þar eð Mahatma
Gandhí fylgir Kristi“. Spurningin um það, hvort Gandhí
myndi játa því, að hann fylgdi Kristi, eða neita, hefir
hér ekki mest að segja, — aðalatriðið er það, að þorps-
búarnir sáu innri skyldleika málefnanna.
Og það er ekki að undra, þó að þorpsbúarnir litu
svona á málin, þegar atvik eins og það, sem nú verður
skýrt frá, ber við: Gandhí kemur með járnbrautarlest-
inni; mikill mannfjöldi hefir safnast saman, því menn
vona, að hann haldi ræðu á járnbrautarstöðinni. Gandhí
kemur út úr lestinni. Hann tekur upp Nýja Testament-
ið og les sæluboðanirnar; lýkur síðan máli sínu með
þessum orðum: „Þetta er ræða mín til yðar. Lifið sam-
kvæmt þessu“. Ræða hans var ekki lengri. En það
felst mikið í slíkri ræðu.
Stjórnin hafði bannað þjóðernissinnum í borg nokk-
urri að bera þjóðernisfánann lengra en að ákveðnum
stað á brú nokkurri, sem lá yfir í evrópíska hluta
borgarinnar. Þjóðernissinnar vildu ekki láta skipast.
Embættismaður sá, er tók flesta þeirra fasta og yfir-
heyrði, sagði við mig, að þessir menn, sem hann tók
fasta, væru miklu kristnari í anda en hann sjálfur.
Þeir væru vanir að koma og láta hann vita, hvenær þeir
ætluðu sér að koma yfir brúna með fánann og hve
margir þeir yrðu. Þeir spyrðu, hvort honum þóknaðist
að vera undirbúinn að taka á móti 25 í dag. 1200 voru
teknir fastir í þessum fánaæsingum, og enda þótt eng-
ir þeirra játuðu kristni og enda þótt þeir gætu ekki
tekið með sér í fangelsið nema ákveðna tölu muna, sem
]æir urðu að sýna dómaranum, tóku ílestir þeirra Nýja
Testamentið með sér til þess að lesa í því í fang-
elsinu. Orsökin til þessa kom í ljós, er einn af þeim
sagði: „Nú vitum vér, hvað það þýðir fyrir yður, kristna
menn, að þjást fyrir Krists sakir“. Krossinn var orð-
inn þeim eigi aðeins kenning, heldur lifandi reynzla.
Stundum horfði mál þetta skemmtilega, ef ekki