Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 97
Jörð]
KRISTUR A VEGUM INDLANDS
95
en ekki þeir, sem þekkja dauðans alvöru Gandhís og
vita hvílíkur áhrifaþungi fylgir hreinu siðferði manns-
ins. Það var ekki hægt að hugsa um hræðilegri refs-
ingu, því að líkamlegur sársauki eftir líkamlega refs-
ingu dvínar miklu fyr en sálarlegur sársauki eftir
svipulög samvizku þess, er hefir meðvitund um að
valda þjáningu manns, er elskar hann. I ljósi þessarar
breytni Gandhís er það auðvelt fyrir drengina að taka
skrefið til skilnings á boðskap Kristninnar. Sá, er
þekkir mann, er vill taka á sig þjáningar til þess að
leiða dreng frá lýgi til sannleika, getur skilið það, að
ef það er í raun og veru til nokkur, sem er nægilega
heilagur og guðdómlegur, þá getur hann tekið syndir
alls mannkynsins á sálu sina, til þess að leiða oss,
mennina, aftur til hins góða og til Guðs. Þannig fær
krossinn skyndilega þýðingu, þegar það ljómar um
hann Ijós frá slíkri fórn, þó að hún sé miklu minni.
Þetta kom nýlega enn betur í ljós í 21 dags föstu
Gandhís. Oss skilst að það var alvarleg hætta fyrir
hann að fasta svo lengi, er vér minnumst þess, að þeg-
ar hann byrjaði föstuna, var hann ekki alveg búinn
að ná sér eftir uppskurð og að hann er venjulega
ekki einu sinni 100 pund að þyngd. En þegar hann kom
úr fangelsinu var sambúð Hindúa og Múhameðstrúar-
manna spillt af tortryggni, öfundssýki og ósamkomu-
lagi. Áður en hann var handtekinn, hafði drengskapar-
persóna hans sameinað þá, en þegar hann var fjar-
lægður þeim, settur í fangelsi, slitnaði sambandið.
Gandhí vissi. að á 'þeirri stundu, sem Indland yrði eitt,
væri það frjálst. Hann rökræddi við þá og eggjaði ]iá
til einingar. En ósamkomulagið hélt áfram og varð
ennþá meira. Vegna djúprar hjartasorgar kunngjörði
hann þá, að til yfirbótar myndi hann fasta 21 dag.
Þetta snart Indland fljótlega, því að þjóðin er við-
bragðsnæm og tilfinningarík. Á tíunda degi föstunnar
var kallaður saman fulltrúafundur. Fund þennan sóttu
fulltrúar hinna ýmsu trúarbragða Indlands, þar á með-