Jörð - 01.09.1932, Page 98
96 KRISTUR Á VEGUM INDLANDS [Jörð
al erkibiskupinn, yfirmaður ensku kirkjunnar á Ind-
landi. Þeir ræddu um deilumálin aftur á bak og' áfram.
Enda þótt Gandhí lægi vanmegna í hvílu sinni í öðr-
um borgarhluta, var andi hans sá áhrifamáttur, sem
knúði fundarmenn til þess að leita að beztu lausn mál-
anna. Þeir gjörðu ályktanir um þau atriði, sem þeir
höfðu verið ósammála um, og útnefndu 25 manna nefnd
til þess að vera að staðaldri til taks að fjalla um og
dæma í vandamálum milli trúfélaganna. En markverð-
asta ályktunin var sú, þar sem þetta ákvæði stendur:
„Vér viðurkennum rétt einstaklingsins til þess að skifta
um trú að frjálsum vilja, sé hann ekki fenginn til þess
með fríðindum, svo sem með því að bjóða honum efna-
legan hagnað"; og ennfremur: „rétt einstaklingsins til
þess að sæta ekki ofsókn frá því trúarsamfélagi, sem
hann yfirgefur“. Er vér minnumst þess, að í íslam (þ.
e. Múhameðstrú), var fráhvarf frá trúnni sama og
dauðinn, og í Ilindúisma útlegð úr þjóðfélaginu, þá
er oss ljóst, að þessi ályktun markar aldahvörf í lífi
þjóðarinnar og er í raun og veru yfirlýsing um trúar-
bragðafrelsi með henni. Hin hljóðu áhrif anda Gandh-
ís unnu sitt verk. Og andi Gandhís var undir áhrifum
anda Jesú.
Átjánda dag föstunnar skrifaði G. F. Andrews,
sem gaf blað Gandhís, Young Indía1 2) út á meðan
hann fastaði, ritstjórnargrein, þar sem hann lýsti
Gandhí, er hann lá í hvílu sinni á verönd nokkurri í
DehlÞ), veikburða og horaður. Hann lýsti nákvæmlega
virkinu, sem sást þaðan í fjarska og minnti á barátt-
una um yfirráðin yfir ríkinu. Fyrir neðan virkið sáust
Englendingar á leið í golfleik3). Nálægar streymdu
hópar hans eigin þjóðar um sölutorgið með hugann
allan við kaup og sölu. Er Andrews sat þarna og virti
x) Framb. jong sendia, þýðir unga Indland.
2) Höfuðborg Indlands, þar scm fulltrúafundurinn var
haldinn. Ritstj.
3) Knattleikjartegund. Ritstj.