Jörð - 01.09.1932, Page 99
JÖl'ð]
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
97
hann íyrir sér, duttu honum snögglega þessi orð Ritn-
ingarinnar í hug: „Snertir það ekkert yður, þér, sem
um veginn farið? Er til önnur eins kvöl og mín“?
Hann lauk greininni með þessari setningu: „Þegar ég
horfði á hann þarna og skildi, hvað allt þetta þýddi,
fann ég, hver er þýðing krossins, betur en ég hafði
nokkru sinni fundið það áður“.
Með þessum seinustu setningum mælti Andrews
fram þá hugsun, sem er innst í hjarta Indlands. Ind-
land hefir séð þýðingu krossins í einum af sonum sín-
um. Það er eins og þjóðernissinnaleiðtogi, sem áður
hafði verið ákafur andstæðingur Kristindómsins, sagði:
„Ég skildi aldrei þýðingu Kristindómsins fyr en ég sá
hana í Gandhí“. Þetta viðhorf rnálanna gefur oss and-
lega brýning, og vér erum hjartanlega þakklátir fyrir
það, en þó er það tvíeggjað sverð; því að sumir af
oss kristniboðunum höfum dvalist í Indlandi þessi árin
og hljótum að harma sárt, að þýðing Kristninnar varð
eigi þjóðinni augljós fyrir störf vor. En það gleður oss
þó innilega, að Indland hefir opnað augun og séð. Og
segjum líka auðmjúklega, að vér sjálfir höfum opnað aug-
un og séð.
FIMMTI KAPÍTULI.
Eftir hinum venjulegu leiðum. — Sjón og reynd trúboða.
MYND sú, sem dregin var upp í seinasta kapítula,
þarf dálítillar lagfæringar. Því að Gandhí hefir í
vísu átt drjúgan þátt í því að g'jöra almenna þá tilfinn-
ingu, sem lá leynd í sálu Indlands. En það eru þó trú-
boðarnir og félagar þeirra, sem hafa ræktað þessa til-
finningu á seinustu áratugum í hjai'ta Indlands með
fögru líferni og sjálfsfórn og sífelldri upplýsingu. Ég
hefi sífellt haft tilfinningu um mína eigin þakklætis-
skuld, er ég hefi farið frá stað til staðar og gengið
inn í annara manna vinnu. Þeir sáðu þar, sem ég hlaut
7