Jörð - 01.09.1932, Side 100
98 KRISTUR Á VEGUM INDLANDS [Jörð
þá hamingju að skera upp. í þeirra skaut féll erfiðari
hiuti starfsins.
Fyrir nokkuru síðan rakst ég á setningu, sem
hefir orðið mér ómetanlega mikils virði: „Kristnið það,
sem hlýtur að verða“. Vissir hlutir eru óhjákvæmilegir:
það gagnar ekkert að gnauða gegn þeim, — fylgjumst með
og kristnum þá. Verkamannahreyfingin út um heiminn
er óhjákvæmileg’. I Englandi var sú hreyfing kristnuð
að meira eða minna leyti, svo að hún er þar mjög
kristileg í anda og lífsskoðun. f Ameríku var hreyfing-
in ekki kristnuð, svo að hún komst þar stundum í
hendur manna, sem voru andkristnir. Það hefir orðið
til ómetanlegs tjóns. Fyrir nokkrum árum sá ég það,
að þjóðernissinnahreyfingin á Indlandi var óhjákvæmi-
leg. Það var ekki hægt að útbreiða svo mikla menntun
og kristilega upplýsingu út um Indland án ]iess, að þar
af vaknaði andi viðreisnar, sem krefst áheyrnar og sjálf-
stæðis, krefst að móta umhverfi sitt til eigin myndar og
þess, að ráða sér sjálfur. Það var eins óhjákvæmilegt
og dagrenningin. Vér myndúm hafa haft tilfinningu um,
að störf vor hefðu mistekist, ef svona hefði ekki far-
ið. Þegar ég sá, að þjóðernishreyfingin var óhjákvæmi-
leg, varð mér ljóst, að það var aðeins eitt að gjöra, —
að fylgjast með í hreyfingunni og kristna hana. Að
vaða út í miðja elfu þjóðernisstraumanna og gróður-
setja Krist þar.
Þetta þýðir ekki að vér eigum að bendla oss við
stjónmál landsins og verða stjórnmálamenn. En það
þýðir það, að indverski ]jjóðernissinninn finnur undir
eins, að vér höfum andlega samúð og frændsemi með
því bezta og ágætasta í þjóðernishreyfingunni. Það
ei allt, sem þjóðernissinninn fer fram á. en það fer
hann líka fram á. Þegar ég hóf þetta starf fyrir níu
árum, var ]iað í smáum stíl, en með þá von fyrir aug-
um, að þessi erfiðasti starfsvangur myndi opnast. Ég
tók ekki ákvörðun um neina starfsaðferð, sem ég væri
ekki reiðubúinn að bregða frá, ef að hún reyndist
ekki 1,'fræn, né líkleg til góðs árangurs. Eitt var áhuga-