Jörð - 01.09.1932, Page 101
Jörð]
KRISTUR A VEGUM INDLANDS
99
málið og aðeins eitt: að hjálpa Indlandi til þess að sjá
Jesú, það sem ég sá í honum. Allt sem þjónaði því tak-
marki, var mér eftirsóknarvert; sérhvað, sem þjónaði
ekki því takmarki, mátti missast.
Síðan stjórnarnefnd Meþódista1) tók að sér að sjá
mér fyrir launum og gaf mér fullt frelsi til þess að
starfa meðal sérhverrar kristniboðsstarfsemi á Ind-
landi, hefi ég dvalist nokkrum sinnum í ýmsum meiri
háttar borgum á Indlandi og mörgum smærri borg-
um.
Á fundunum hafa verið fundarstjórar löggjafar,
dómarar, málafluttningiimenn, hershöfðingjar, mennta-
skólastjórar, prófessorar og hverskonar ieiðtogar Ilind-
úa og Múhameðstrúar’ anna. Fundirrir hafa verið
haldnir á torgum í kvöMsvaianum, í ráðhúsum, kennslu-
stofum iiindúskra og Kiustinna háskóia, fundarsölum
guðspekifélagsins og meir.-i að segja í musterisgörðum
Hindúa. Lesarinn mun srnnilega veifa því athygli, að
ég hefi ekki talið kristnar kirkjur með. Það er af því,
að það ríkja miklir fordómar gegn þeim, svo að vér
höfum sjaldan eða aldrei boðað Hindúa og Múhameðs-
trúarmenn til fundar í þeim.
Oss heíir skilist, að vér verðum að leysa hlut-
verkið á tvo vegu: Lífga Kirkjuna og vinna þá, sem
eru ókristnir, Kristi til handa. Á morgnana höfum vér
fundi fyrir kristna menn og á kvöldin fyrir hina ó-
kristnu. Þetta tvennt, starf meðal kristinna og ókrist-
inna manna, stefnir að einu og sama takmarkinu, því
að vér vitum, að vér getum ekki lífgað Kirkjuna nema
í sambandi við kristniboðsstörf hennar. Trúarreynzla
og trúarvitni eru hinar tvær hliðar kristilegs lífs. Önnur
getur ekki verið til lengdar án hinnar. Deyð aðra og þú
deyðir báðar. Vér höfum þess vegna reynt að fá Kirkj-
x) Fjölmcnnasta „evangelisk" kii-kjudeild i Bandaiikjunum;
upprunnin í Englandi á 18. öld. Stanley .Idnes liefir verið starfs
maður þeirra.