Jörð - 01.09.1932, Page 102
100
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
[ Jörð
una til þess að gjöra sér ljóst, að það er hennar hlut-
verk að vinna sálir.
Eitt atriði þessarar starfsemi hefir verið að hjálpa
til þess að vekja sýrlenzku kirkjuna á Suður-Indlandi;
kirkju, sem telur fimm hundruð Jmsundir sálna, en hef-
ir verið sem dauð öldum saman. Ilún er nú að verða á-
hugasöm og lifandi, og á ársfundi þeirrar kirkju kemur
saman fjölmennastur kristinn þingheimur; á einstökum
fundi hennar geta komið þar saman þrjátíu og fimm
þúsundir manna. Mikill andlegur máttur hefir einkennt
þessi þing og kirkjan hefir nú haíizt handa um þátt-
töku í kristnun Indlands.
Til fundanna fyrir ókristna menn hefir safnast
mikill mannfjöldi á mörgum stöðum; og enda þótt yfir
hafi staðið hinir mestu óeirðatímar í síðari alda sögu
Indlands, hefir ekki átt sér stað hin minnsta truflun
af nokkurri tegund á einum einasta fundi í þessi níu ár.
Indverjar hafa auðsýnt mér fagra kurteisi og farið með
mig eins og vin og bróður; og ég hefi reynt að gjalda
í sömu mynt.
Ég sagði, að það hefði aldrei átt sér stað nein
truflun, en vér urðum reyndar einu sinni fyrir nokk-
urskonar truflun, en það var af misskilningi. Fylgjend-
ur hinnar ofbeldislausu andstöðu, þeir þjóðernissinn-
ar sem lengst fara, sáu embættismenn borgarinnar fara
á fund vorn og huggðu, að til fundarins væri stofnað
stjórninni í vil. Þeir skipuðu sér umhverfis húsið,
grýttu það, reyndu að brjóta upp dyrnar og hrópuðu
þjóðernisheróp sitt í þrjá stundarfjórðunga. Ég bað
nokkra menn um að halda aftur hurðinni og yfir gný-
mn og skarkalann talaði ég um bræðralag og velvilja
og komu Guðsríkis, en áhlaupið hamaðist á meðan fyr-
ir utan. Viðkunnanlegir staðhættir til þess að tala um
slíkt efni! En daginn eftir, er þjóðernissinnar höfðu
fengið vitneskju um, hverskonar fund vér höfðum hald-
ið, komu þeir og báðu persónulega afsökunar og sögð-
ust sjálfir mundu koma á fundina framvegis. Það
gjörðu þeir líka; og einn þeii'ra stóð upp seinasta