Jörð - 01.09.1932, Qupperneq 103
Jörð]
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
101
kvöldið, sem fundur var haldinn. Hann var búinn hinu
einfalda, hvíta heimagjörða fati, sem er einkenni þjóð-
ernissinna; hann flutti tölu og þakkaði mér fyrir það,
sem ég hefði sagt þeim um Krist. Þannig var þá það,
sem hefir komizt næst því, að vér höfum orðið fyrir
truflun þessi níu ár. Ilin vingjarnlega kurteisi Austur-
landa er svo fögur. Til dæmis er þetta: Er ég hafði tal-
að nokkur kvöld í röð í samkomusal guðspekifélags,
auðsýndi framkvæmdarstjóri félagsins mér þá einstöku
alúð að krýna mig blómsveig fyrir allra augum, enda
þótt hvert orð, sem ég hafði sagt, gengi beint í berhögg
við hugmyndir Guðspekinnar.
Af því, sem ég hefi sagt hér að framan, verður
ljóst, að dómur Bernharðar Lúkasar er réttmætur er
hann segir: „Vér höfum hafið það starf að vinna Ind-
land fyrir Krist eins og að landið væri land siðleysingja,
en það er þvert á móti land menntaðra og siðfágaðra
manna, að undantekinni undirstétt siðleysingja, sem er
um tíundi hluti þjóðarinnar“. Það er að jafnaði þessi
undirstétt, sem vér heyrum um í venjulegum ræðum
um trúboð. En með því að einblína þannig á eina stétt,
gefa menn ekki góða og gilda lýsingu á lífi þjóðarinn-
ar. Ilinsvegar er þess ekki að dyljast, að lesandinn
þarf að þekkja þessar venjulegu frásagnir, til þess að
það, sem ég hefi að segja, gefi honum ekki einhliða
hugmynd um lífið á Indlandi.
Ég veit, að er ég stend frammi fyrir hóp áheyrenda
Ilindúa- eða Múhammeðstrúar, þá véfengja þeir innra
með sér sérhvert orð, sem ég segi og hverja hugsun,
sem ég læt í ljós, og ég veit, að eigi mér að auðnast að
vinna einn þumlung af sál þeirra, kostar það baráttu; en
þeir koma samt sem áður ævinlega fram með kurteisi og
vinsemd, meira að segja, þegar oss skilur mest á. Slík
framkoma hlýtur óneitanlega að teljast vottur um menn-
ingu.
Hér koma á eftir fáein atvik sjónar og reyndar
úr trúboðsheimi mínum. Ég hefi valið þau úr hundr-