Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 104
102
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
[Jörð
uðum slíkra atvika, sem hafa borið við víðsvegar á Ind-
landi.
Vér komuxn til stórborgar að nafni--------. Þar var
íeikna ervið aðstaða, því að í borginni er stór háskóli,
sem hefir orð á sér fyrir að útbreiða Hindúamenningu
og Ilindúatrú. Á hinn bóginn var bærinn haldinn af
gamaldags hugsunarhætti og margvíslegri hjátrú. En
þar beið vor sú óvænta gleði, að rektor háskólans
samþykkti að vera fundarstjóri eins fundarins. Það
var fjölsótt á hverju kvöldi. Eitt kvöldið eftir fund
komu stúdentar háskólans til mín og fóru þess á leit
við mig, að ég kæmi og talaði í háskólanum. Ég -varð
fram úr öllu lagi hissa og sagði: „Bræður mínir, þér
viljið þó ekki að ég komi þangað“?
„Ójú“, svöruðu þeir. „Vér viljum að þér komið
þangað“. En ég vildi vita lítið eitt nánari skil á þessu,
og spurði: „Vita prófessorarnir nokkuð um það“? „Já“,
svöruðu þeir, „þeir vilja líka, að þér komið“.
„En“, spurði ég enn, „um hvað viljið þér, að ég
tali“ ?
Einn þeirra svaraði og sagði: „Ef þér hafið ekkert
á móti því, óskum vér að þér talið um Krist“.
Já, ég get fullvissað yður um, að ég hafði ekkert
á móti því. Annar stúdent tók til máls og sagði: „Oss
langar að biðja yður að tala sérstaklega um krossinn“.
Ég kom nokkrum sinnum í háskólann, og í fyrsta
skifti var ég kynntur af fundarstjóra, hindúa-prófess-
or, með þessum orðum: „Ég hefi verið á opinberu
fundunum; en ræðumaðurinn hefir ekki vakið athygli
inína í eins ríkum mæli eins og sá maður, sem hann
talar um. Ungu menn, í sögu mannkynsins hefir aldrei
komið fram slíkur persónuleiki sem Jesús. Hann er
hinn göfugasti og þrekmesti, sem nokkuru sinni hef-
ir uppi verið í heiminum. Nú er hátíðisdagur Hindúa
í dag, og vér getum ekki byrjað hátíðina neinn veginn
betur en með því, að heyra aftur um þennan mann“.
Það merkilega var, að ég gat ekki séð vott um gremju
á svip nokkurs af stúdentunum. Af því að ég vissi