Jörð - 01.09.1932, Side 106
104
KRISTUR A VEGUM INDLANDS
[Jörð
menn ættu að tilheyra Kristi innra og ytra; en að
öðru leyti vísaði ég því máli til úrskurðar samvizkunn-
ar, er þeir læsu Nýja Testamentið og ákvæðu í Ijósi
þess, hvað þeir ættu að gjöra. En ég bað þá innilega,
að þeir hér og nú gjörðu Jesúm að Drottni lífs síns
og frelsara. Samkvæmt þessari beiðni urðu 30—40 leið-
andi borgara, lögfræðingar, læknar o. s. frv. eftir, er
almenna fundinum var slitið. Eftirfundurinn, þar sem
vér báðum með þeim og kenndum þeim, og ég lét þá
hafa upp eftir mér bæn með játningu um synd og því,
að þeir gæfu sig Kristi á vald, mun lengi minnisstæð-
ur; því vér fundum, að Guð, sem bræðir hjörtun, var
meðal vor.
Vér höfum haldið suma fundi vora á mjög merki-
legum stöðum. I ----- héldum vér fundina í höll Tippú
soldáns, hins nafnkunna grimma Múhameðstrúarkon-
ungs og einvalds. Ég stóð rétt undir hásætinu með-
an ég talaði. Það var ljómandi góður hljómgrunnur á
fleiri en einn veg. Seinasta kvöldið bað ég' þá, sem
vildu gefa sig Kristi, að koma til fundar við mig í litlu
herbergi á bak við. Það fylltist af leitandi hindúum;
— nokkrir komu með alvöru í huga; fáeinir höfðu
komið til þess að andæfa og hártoga. Seinna komst
ég að því, að í þessu herbergi höfðu tveir brezkir hers-
höfðingjar verið hafðir í varðhaldi sem fangar ein-
valdans og verið bundnir með festi við gæzlumenn
sína. Annar þeirra hét Sir David Baird. Þegar frétt-
m um soninn kom til gömlu móður hans í Skotlandi,
sagði gamla konan tannhvassa, sem þekkti drenginn
sinn: ,,Jæja, Guð miskunni sig yfir þann vesalings
kumpán, sem er bundinn við hann Davíð okkar“. En
einmitt í þessu herbergi, þar sem menn höfðu verið í
hlekkjum, bundnir við gæzlumenn sína sem fangar,
gjörði Kristur menn nú frjálsa; og í þeim hallarsal,
þar sem einvaldsstjóri hafði setið og stjórnað ríki, sem
grundvallað var á blóðugu sverði, fluttum vér nú boð-
skapinn um nýtt ríki, sem var ekki grundvallað á sverð-