Jörð - 01.09.1932, Síða 107
Jörð]
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
105
inu, heldur á ]>ví, að sonur Guðs gaf sjálfan sig á
Golgata.
Á einum stað fór ókristið fyrirlestrafélag þess á
leit, að mega hafa fundarhöldin undir sinni umsjón.
Ókristið fyrirlestrafélag sér um kristna trúboðsfundi!
Það virðist ósamkvæmilegt, en er dýrlegt. Þeir útveguðu
leikhús Maharajans1) fyrir fundina. Þeir sögðust ætla
að fá furstan sjálfan til þess að vera fundarstjóri fyrsta
kvöldið. Þeir sögðu mér blátt áfram, að hann væri afar
vínhneigður; en þeir héldu, að þeir gætu séð um, að
hann yrði algáður þetta kvöld, svo að hann gæti verið
íundarstjóri fyrsta fundarins. Vér megum ekki vera hör-
undssárir í þessum efnum. Vér verðum að taka því, sem
býðst og gleðjast yfir því að koma fagnaðarerindinu á
framfæri, hvar sem kostur er á. Og af því að vér álítum,
að það gæti orðið stórfurstanum til góðs, gladdi það
oss að fá hann á fundinn. Forsætisráðherra var fundar-
stjóri næsta kvöld og svo framvegis ýmsir embættismenn
eftir lækkandi tign. Það voru hér um bil eitt þúsund
embættismanna þessa ríkis viðstaddir á hverju kvöldi;
en ríki þetta er eitt hið helzta ríki innlendra. Það var
bókstaflega sem vér vitnuðum fyrir konungum og lands-
stjórum fyrir Krists nafns sakir. Þegar stórfurstinn
stóð upp til þess að segja nokkur orð í lok fundarins
og slíta honum, voru allir sem á glóðum um, hvað hann
myndi segja, þvi að hann var fremur ótaminn í orði og
það, sem hann vildi segja, sag'ði hann umsvifalaust. Hann
kom mönnum nú á óvænt með orðum sínum, eins og
hans var vandi, og sagði: „Ég get ekki skilið, vegna
hvers ræðumaður seildist svo langt eftir dæmum um
spillingu í stjórnarfari; hann þurfti ekki að leita til
Kína eftir óvönduðum embættismönnum; hann hefði
hreint og beint getað bent á þá hér“. Embættismenn-
irnir kipptust allir við, eins og þeir hefðu verið skotnir.
Og þegar hér var komið, sendi ráðgjafi stórfurstans,
J) Maharaja (frb. maharadsja) þýðir stórkommgúr. Raja
]?ýðir konungur. Ritstj.