Jörð - 01.09.1932, Page 108
106 KRISTUR Á VEGUM INDLANDS [Jörð
sem var áhrifamaður í ríkinu og sat með oss á ræðu-
pallinum, honum miða í snatri. Hann las miðann og
sagði síðan: „Ráðgjafi minn segir, að ég þurfi ekki að
segja neitt meira“.
Hann bauð mér að heimsækja sig í höll sinni næsta
dag. Ég þáði boðið. Ég bað hann að hætta að drekka
og fela sig Kristi á vald og skýrði honum frá, hvað
Kristur hefði g’jört fyrir mig. Hann sagði: „Herra Jones!
Ég get ekki gjört það, Raunar var ég rétt kominn að því
að gjörast kristinn, þegar ég ferðaðist til Englands. Mér
var Kristindómurinn geðþekkur, vegna boðskaparins um
bróðerni meðal mannanna. En í Englandi var ég alinn
upp með rit Macaulays1) í annari hendinni og whisky-
flöskuna í hinni. En einu skal ég heita yður. Ég ætla að
fara til Ameríku; og með því að þar er bann, mun ég
ekki geta fengið áfengi þar; þess vegna skal ég hætta að
drekka, þegar ég kem þangað“. Allur heimurinn er sem
á glóðum eftirvæntingar um það, hvað vér munum gjöra
í banrunálinu. Ef að vér brygðumst, myndi það hafa í
för með sér töf almennrar siðgæðisframsóknar um 50
eða 100 ár. Vér megum ekki bregðast. Af þessu sjáum
vér, liversu kristniboðunin í Austurlöndum er háð ástand-
inu heima fyrir.
Fyrir níu árum var dr. John R. Mott-) að tala til
ókristinna áheyrenda í hinum fagra samkomusal í ---------
í miðri ræðunni nefndi hann nafn Krists og áhe.vrend-
urnir gjörðu óp að. Níu árum seinna flytjum vér í þess-
um sama samkomusal fyrirlestra um efnið: Jesús Kristur
og hann krossfestur, sex kvöld í röð. Aðsóknin óx með
hverju kvöldi, svo að seinustu kvöldin stóðu menn meira
að segja fyrir utan dyr og glugga. Ég bauð þeim, sem
vildu gefa sig Kristi á vald, að koma og setjast í fremstu
sætin, en spurninguna urn skím fól ég þeirra eigin innri
Macaulay (frb. makolei) var frægur enskur sagnfræð-
ingur á fyi’ribluta 19. aldar. Ritstj.
-) Frægur starfsmaður hinnar alþjóðlegu kristilegu stúd-
entahreyfingar og K. F. U. M. Ritstj.