Jörð - 01.09.1932, Page 109
Jöl-ð]
KKISTUR Á VEGUM INDLANDS
107
sannfæringu. Ég- fann þá, að ég yrði þakklátur, ef að
einn kæmi, því að William Care.y1) hafði sagt, að ef
einn þessara hástéttarmanna snerist til kristni, þá hefði
g'jörst eins mikið kraftaverk og upprisa frá dauðum.
En þeir voru milli liundrað og hundrað og fimmtíu sem
gáfu sig fram þetta kvöld eftir ’þessari hvatningu. Þó
að vér gjörum svo lítið úr þýðingu þessa, sem mögulegt
er, þá er sú staðreynd óraskanleg, að í þeim sal, þar
sem æpt hafði verið að nafni Krists níu árum áð-
ur, dvöldust menn nú til þess að biðjast fyrir í hans
nafni. Það var ekki munur ræðumannsins, sem var or-
sökin, því að sá rnunur var allur hinum fyrri ræðu-
manni í vil. Orsökin var sá munur, sem hefir orðið
á afstöðu Indlands til ,Tesú á þessu tímabili. „Hið and-
lega andrúmsloft“ hafði breyzt. Nýr dagur var runn-
inn upp.
í þessari sömu borg var mér boðið að tala í
ókristnum skóla og nemendurnir afboðuðu kricketkapp-
leik2) til þess að geta komið og hlustað á mig. Á öðrum
stað báðu hindúastúdentar mig um að hafa sérstak-
an fund fyrir þá. Það var erfitt að finna tímann til
þess, því að ég átti að tala fjórum sinnum um daginn.
Loksins ákváðu nemendurnir að hafa fundinn kl. sjö
um morguninn. Efnið var: „Hvernig öðlast menn nýtt
líf“?
í borg nokkurri vildu hindúa-skrifstofumenn fá
sérstakan fund fyrir sig; og þar sem enginn annar tími
var fyrir hendi, söfnuðust þeir saman klukkan hálf átta
um morguninn, áður en þeir fóru á skrifstofurnar.
Þjóðernissinnar höfðu náð á vald sitt borginni ----
og réðu þar lögum og lofum. Allur bærinn var tjald-
aður hvítu, heimaofnu „khaddar“, sem er einkemiis-
merki þjóðernissinna. Sá sem færi inn í borgina öðru-
vísi en hvítklæddur, tæki sig út eins og mislitur sauð-
ur í mörgu fé. Róstur höfðu átt sér stað í nágrenn-
R Frægur trúboði á 19. öldinni. — Ritstj.
-) Kricket: einhver liinn ágætasti knattleikur. — Ritstj.