Jörð - 01.09.1932, Page 110
108
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
[Jörö
inu og æsingin lá í loftinu. Brezki embættismaðurinn,
sem héraðsins gætti, aðvaraði oss og sagði, að ef vér
um það. Einn trúboðanna skrifaði til Gandhís og skýrði
liann ekki ábyrgst um öryggi vort. En vér fundum,
að oss var skylt að fara inn í borgina, og vér gjörð-
um það. Einn trúboðanna skrifaði til Gandhis og skýrð1'
honum frá, að ég héldi fundi í bænum óg bað har.n
að vera svo vinsamlegan að skrifa þjóðernissinnum
sínum og biðja þá að koma á fundinn. Gandhí svaraði
um hæl, því að hann er mjög greiður í bréfaviðskift-
um, og sagði, að það mundi gleðja sig, ef menn hans
kæmu á fundinn og að hann hefði þegar skrifað þeim
um það. Þegar þeir fengu þessi tilmæli, komu þeir tii
vor og spurðu hvort þeir mættu ekki sjá um fund-
ina. Ég sagði þeim, að það væri ekki ætlan mín að
tala um stjórnmál, heldur um Krist. Þrátt fyrir það
skrifuðu þrír að leiðtogum Hindúa-þjóðernissinna und-
ir auglýsingu þá, sem send var um til þess að boða
til fundanna. Staðurinn fylltist á svipstundu, svo að
vér urðum að flytja oss út undir bert loft. Ég komst
undir eins að raun um, að töluverður hluti áheyrenda
minna skildi ekki Ensku. Ég ætla að skjóta inn þeirri
athugasemd, að ég tala hér um bil ævinlega á Ensku
til þessara ókristnu áheyrenda; hér um bil allir mennt-
aðir menn á Indlandi skilja Ensku, því að það mál,
sem notað er við kennslu í æðri skólum og háskól-
um, er enska. Það er þess vegna hægt að tala við þá
um allt á Ensku og það fer alls ekki fyrir ofan garð
og neðan. En ég sá nú þegar við fyrsta yfirlit, að
nokkurir af áheyrendum mínum voru ekki enskumennt-
aðir; snéri mér því að fundarstjóra og sagði við hann:
„Ég veit ekki, hvað ég á að gjöra, því að ég kann
ekki Gujaratí1) (það er tungumál staðarins). Ég kann
aðeins Ilindústaní og það er enginn kristinn maður hér
til þess að vera túlkur fyrir mig“. Hann svaraði greið-
lega: „Það myndi vera mér mikil gleði að vera túlkur
’) Frb. Gútsjaratí.