Jörð - 01.09.1932, Qupperneq 111
JÖl'ð]
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
109
fyrir yður, ef þér viljið'-. Það er óneitanlega mikið
djúp milli þess að óttast oíbeldisverk af hendi þjóð-
ernissinnanna, eins og embættismaðurinn hafði gjört,
og að þiggja af þeim umsjón fundanna og túlkun boð-
skaparins. Ég fór að brjóta heilann um það, hvernig
mér myndi takast að flytja fagnaðarerindið fyrir milli-
göngu hindúa-bróður; en svo minntist ég þess, að
Davíð Brainerd1) hafði oft prédikað fyrir Indíánun-
um í Ameríku með ölvuðum túlk, og þó hafði andi
Guðs hvílt yfir fundum hans; og ég trúði því, að Guð
myndi gjöra hið sama fyrir oss, þegar þessi glæsi-
legi, göfugi hindúi gjörði oss þann vinargreiða að
þýða boðskap vorn. Og Guð gjörði það. Næsta kvöld
létu þeir mig fá annan túlk, sem líka var hindúi, og
vér fluttum boðskap krossins fyrir hans milligöngu.
I fundarlok eitt kvöldið spurði ég, hvernig mönnum
félli það í geð, að ég flytti bæn. Ég biðst aldrei fyrir á
fundunum, án þess að spyrja um leyfi til þess. Mér
hefir reyndar aldrei vei'iö neitað um það. Þegar bæn-
inni var lokið, kom múhammeðstrúarmaður upp til mín
og sagði: „Menn voru ókurteisir hér í kvöld. —-Menn
sátu, á meðan þér báðust fyrir. Þeir hefðu átt að
standa upp fyrir augliti Guðs“. „Alveg rétt“, svaraði
ég, „næsta kvöld munu þeir standa upp“.
í fundarlokin næsta kvöld spurði ég aftur, hvort
þeir vildu, að ég flytti bæn. Þeir samþykktu það og
ég bað þá að standa upp. Nú var það siður þar, að
menn hrópuðu ávalt þjóðernisherópið, þegar þeir stóðu
upp í fundarlok, og þegar þeir stóðu upp fyrir bænina,
ómaði salurinn af samróma, voldugu hrópi allra fund-
armanna: „Bande Mataram“ og „ Mahatma Gandhi kí
jaí-)“. — „Heill móðurlandinu“ og „Mahatma Gandhí
lifi“! Milli trúboðsprédikunar minnar og bænar kom
þannig þjóðernisherópið. Dálaglegur samsetningur! En
samt sem áður lét það ekki illa í eyrum, og þegar
x) Frb. Brenerd, amerískur trúboði; helgur maður.
2) Framb. dsjæ.
Ritstj.