Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 112
110
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
[Jörð
hljóðnaði dálítið, hélt ég áfram bæn minni, eins og
ekkert hefði í skorist. Slík samblöndun er há-indversk.
Á Indlandi er lífi og trúarbrögðum dásamlega saman-
ruglað. Mér fellur það fremur vel í geð!
Þegar fundi var lokið, vék ég að því að ég gæti
ekki nálgast menn nægilega á þéssum stóru fundura,
og spm-ði hvort það væri ekki hægt að koma því til
vegar, að ég gæti átt fund sér með fámennari hóp
málsmetandi manna bæjarins. Menn féllust á þ<að og
næsta dag áttum vér fund saman í þjóðlega skólanum.
Ég tók af mér skóna og settist á gólfið meðal þeirra
að indverskum sið. Ég sá, að sumir þeirra höfðu verið
1 kröfugöngu á strætunum, því að þeir höfðu á sér aug-
lýsingaspjöld, sem á var letrað: „Borgið ekki þessaiú
stjórn skatta“! „Farið með gleði i fangelsi". „Tár hinna
vanmáttku manna grafa grunninn undan traustasta
vegg“;
Ætla mætti að í slíku andrúmslofti, þar sem alllt
var þrungið af þjóðernisæsingi, myndi ekki vera neinn
andlegur móttökuhæfileiki fyrir boðskap minn. Hér var
um verulegan ófrið að ræða. Voru nokkrar líkur til, að
þeir veittu boðskapnum viðtöku? Þetta varð þvert á
móti því, sem menn skyldu ætla. Það var mjög góð-
ur andlegur jarðvegur á fundinum. í þessu sambandi
vil ég taka það fram, að ég hefi orðið þess afar
glögglega var, hvílíkur feikna munur er á þeim and-
legu áhrifum, sem þeir verða fyrir, sem berjast í
styrjöld með blóðugum vopnum, og hinir, sem berjast
með óblóðugum vopnum ofbeldislausrai- andstöðu. Það
er augljós sannleikur, að þeir menn yfirleitt, sem taka
þátt í styrjöld með efnislegum vopnum, verða dýrs-
legir — og þeim mun dýrslegri, sem þeir verða, því
snjallari hermenn reynast þeir. Svona er það yfir-
leitt, enda þótt til séu margar göfugar og greinilegar
uncíantekningar. En ég hefi aftur á móti komist að
raun um það, að þeir menn, sem skipuðu sér um
Gandhí og fylgdu stefnu hans í raun og sannleika, urðu
andlegir við það. Barátta þeirra dýpkaði skilninginn á