Jörð - 01.09.1932, Page 113
Jörð]
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
111
siðgæðisverðmætum og' gjörði baráttumennina fúsa til
sj álfsfórnar. Það er ekki hægt að hugsa sér stærri
dóm yfir fyrnefndri tegund styrjaldar, né stærra hrós
um hina síðarnefndu styrjaldaraðferð en áhrifin, sem
persónuleiki hermannanna hvorra fyrir sig, sem í styrj-
öldinni taka þátt, verður fyrir. Hér sat ég nú ásamt
nokkrum mönnum — mönnum, sem höfðu fastákveð-
ið takmark — sem voru fúsir til að leggja allt í söl-
urnar í baráttu, sem þeir háðu gegn vestrænu stjórnar-
fyrirkomulagi, og ég var líka vestrænn; og þó báru
þessir menn ekkert hatur í huga, heldur aðeins æðra
matsmið og dýpri skilning á siðferðilegum og andlegum
verðmætum.
Ég talaði við þá um meistara rninn. í samtalinu
notaði ég meðal annars orðatiltækið: „Kristur á vegum
Indlands“. Og ég' veitti því athyggli, hvernig þeir viku
að þessu orðatiltæki hvað eftir annað. Það hafði náð
tökum á hugmyndaafli þeirra. Þeim virtist hann
verða þeirra — í svo innilegum skilningi. Það var eins
og hann hefði komið inn utan af indverskum vegi og
hefði sest á gólíið með oss þarna í hljóðleika hins ind-
verska rökkurs. í samtalinu minntumst vér á Indland
og neyð þess. Ég talaði ekki við þá, eins og Indland
væri mér framandi land; því að Indland var mér það
ekki lengur. Ég fæddist á Vesturlöndum og ég elska
föðurland mitt; en Indland er orðið heimkynni mitt.
Þjóð Indlauds er orðin mín þjóð; hlutur þess hlutur
minn; framtíð þess framtíð mín. Ég væri fús að bera
syndir þess á hjarta mér, ef ég gæti lyft því upp til
frelsara míns. Ég sagði þeim, að ég vildi láta telja mig
kjörson Indlands að minnsta kosti. Ég snéri mér að
þeim og sagði: „Bræður, hvað eigum vér að gjöra við
þessar sextíu miljónir stéttarleysingja? Þeir eru kvarn-
arsteinn um háls þjóðar vorrar. Land vort verður aldrei
öflugt, fyr en vér höfum lyft þeim upp. Hvernig fáum
vér gjört það“?
Alvörumaður, hindúi, stóð upp og sagði: „Það mun
þurfa Krist, til þess að lyfta þeim upp“.