Jörð - 01.09.1932, Page 115
JÖl'ð]
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
113
sem Dröttin. Hann mun verða settur í stjórnarsætið til
þess að gegnsýra og umbreyta og eiga allt.
Síðasta kvöldið, sem ég var í Indlandi áður en ég
íæri í orlofsferðina, flutti ég erindi fyrir dálítið æstum
hópi ókristinna manna í --------. Það var seinasta kvöld-
ið í fyrirlestraröð, og það var eins og loftið yrði þrung-
ið rafmagnsspenningi, er ég skoraði á þá að gerast menn
Krists. Ég' var í miðri áskoruninni, þegar hindúi nokk-
ur stöðvaði mig og sagði: „Bíðið andartak, herra! Þér
eruð að skora á oss að verða kristnir. Viljið þér gera
svo vel. áður en þér haldið áfram, að segja mér, hvað
þér aðhafist með tilliti til réttinda Indverja í Bandaríkj-
unum? Segið oss það, áður en þér skorið á oss að fylgja
Kristi“. Ég var neyddur til þess að gera hlé, til þess að
skýra frá afstöðu minni til þessa máls; sagði honum,
að nokkurir af oss hefðu undirskrifað andmæli og sent
innanríkisráðuneytinu o. s. frv. Hann virtist ánægður
— en takið eftir þessu: Ég varð að gera grein fyrir af-
stöðu minni til gervalls kynflokkaniálsins, áður en ég
gæti lokið áskorun minni. Án þess komst ég ekki þvers-
fótar áfram.
Þér getið séð út um þessa litlu glugga, sem ég hefi
opnað, hvílík undraverð tækifæri eru að verða fyrir
boðun fagnaðarerindisins. Aldrei hefir áður verið um
svo mikla heilaga ögrun að ræða. En vér getum ekki
tekið henni með frjálsmannleik og einhuga, nema vér
gerum hreint fyrir dyrum vorum gagnvart hinum miklu
sundrungarefnum kynflokkamálanna.
Þetta leiðir mig að næsta kapítulanum, og tek ég
þó næri mér að ráðast í hann — en öll fyrirætlunin um
kristnun Austurlanda ríður á því, að framkoma sjálfra
vor gagnvart þeim sé kristin.
----o----
ÞÉR, sem hafið aðgang að fjallagrösum, afl-
ið þeirra næsta sumar; helzt svo, að þér séuð
aflögufærir.
8