Jörð - 01.09.1932, Side 116
114
FÆÐINGARPETTUR HENNAR
[.lörð
Pæðing*arréttur hennar.
(írsk saga).
Snorri Halldórsson þýddi.
(Niðurl.)
Ú V A R ég gift — eða ég hélt það — manninum, sem
ég elskaði. Ég hafði giftingarhring, og svo breytti
það ekki hjónavígslunni frá mínu sjónarmiði, þó að
presturinn hefði angað dálítið af uppáhalds meðali
Susie, og konan, sem var vottur minn, hefði verið mál-
uð í andliti.
Elskhugi minn fór með mig til herbergja sinna, og
þó að ég hefði auðvitað á ungmeyjar hátt fremur kosið
að halda stórveizlu, þá var ég samt mjög, mjóg sæl. Ég
elskaði hann, og jafnvel þótt ég kæmist að því seinna,
hver þorpari hann var, þá þurfti ég marga mánuði, til
þess að yfirvinna ást mína á honum.
Þegar þetta gerðist, hafði ég auðvitað flutt frá
Sússu, og bjó í herbergi út af fyrir mig, en Arthur
kom þangað sjaldan. Auðvitað kaus hann heldur skraut-
ið í sínum eigin heimkynnum.
f einn mánuð gekk allt vel. Ég var í sjöunda
himni og hélt, að þetta myndi alltaf vara. Þó leið vika
svo, að hann komi aldrei til Taubers, og ég fór að verða
óróleg. Hann hafði harðbannað mér að koma heim til sín,
nema hann færi með mig þangað, en ég var svc örvingl-
uð, að ég braut á móti boði hans og fór. íbúðin var læst,
og dyravörðurinn sagði mér, að herra Fernley væri far-
inn, og enginn vissi um heimilisfang hans.
Susie hafði ekki talað við mig í nokkurn tíma, en
ég býst við, að angistin hafi sézt á svip mínum, enda
glampaði illgirnisleg gleði úr augum hennar dag nokkurn,
er hún kom með dagblað og sýndi mér. Ég sá mynd af
manni. sem var eftirmynd míns eigin manns, og sem