Jörð - 01.09.1932, Qupperneq 117
Jörð]
FÆÐINGARRÉTTUR HENNAR
115
þar var nefndur Reginald Asley og sagt, að hann ætlaði
að kvongast ungri ekkju auðugri.
Ég reikaði út að næsta glugga og hneig niður á
gólfið. Nokkru seinna sá ég hann dag nokkurn koma út
úr klúbbnum sínum og hljóp ég á eftir honum. „Arthie,
Arthie!“ hrópaði ég, en hann hraðaði sér áfram, eins og
hann heyrði ekki til mín. „Arthie — herra Fernley“,
hrópaði ég. Hann nam staðar og horfði kuldalega á mig.
„Ég heiti Asley, Reginald Asley“, sagði hann. „Þú ert
Arthur Fernley, eiginmaðurinn minn“, andmælti ég.
Hann varð æðisgenginn á svipinn. „Ef að þú ónáðar
mig eða vekur uppþot“, sagði hann, „þá fæ ég þig lög-
reglunni í hendur“. — „En þú kvongaðist mér!“ stam-
aði ég steinhissa á framferði hans.
„Kvongaðist þér! Litli heimskinginn þinn! Það var
aðeins leikur! Ég fékk manninn til þess að gjfta okkur,
eins og þú kallar það, fyrir 20 króna seðil. Farðu leiðar
þinnar“.
Ég gat ekki skilið, hvaða brögðum ég hafði verið
beitt. „Þú gafst mér þó giftingarhring“, sagði ég aum-
ingjalega.
„Hringinn“, sagði hann hæðnislega, „hvað gagnar
hringurinn! Ileldur þú að ég fari að binda mig fákænni
írskri eldabusku?“ — „Ó, Arthie“, hrópaði ég ofsahrædd
yfir þessum fréttum. „Ég verð að fá þig. Það hefur nokk-
uð hent mig! Skilurðu það ekki?“
Ég komst brátt að því, að ég gat ekki dulið leyndar-
mál mitt öllu lengur. Susie grunaði eitthvað, því ég
heyrði, að hún sagði við Tauber: „Þetta er heiðarlegt
veitingahús, en annaðhvort fer ég eða hún, og þú getur
valið um, hvora okkar þú vilt heldur missa“.
Tauber hafði lítið gagn af mér orðið. Hið írska fjör
mitt veslaðist upp undir sorginni þungu, sem hafði altek-
ið mig.
„Þú getur farið“, sagði Tauber ruddalega. Þetta er
heiðarlegt veitingahús, dækjan þín“. — „Ég er engin
dækja“, hrópaði ég ögrandi. „Ég er gift, ó — ég á við:
ég hélt ég væri gift“. — „Þú hélst, að þú værir gift!“
8*