Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 118
116
FÆÐ1NGAIlII ÉT'l'UR HENNAR
LJörð
Ég man ennþá, hvernig hann sagði það. „Ilugsaðu það
mál betur, stúlka mín. Þú hefur rekið héðan minn góða
viðskiftavin, herra Fernley, svo þú getur farið“.
Nú gerðist margt svart í sögu minni. Aftur breytti
ég um nafn. I þetta skifti hét ég Nora Brady, og vann í
kjallarabúð. Einhverju sinni heyrði ég mann nokkurn
spyrja vörusendilinn, hvort ekki væri hjá þeim stúlka,
sem héti Bridget O’Brien.
Ég hafði seinast vistað mið þarna og ég var irsk,
svo að það var farið með mig til ókunnuga mannsins,
sem spurði mig alvarlega, hvort ég væri ekki Bridget
O’Brien. Ég þorði ekki að segja sannleikann. Ég var alt-
af hrædd um, að eitthvað illt steðjaði að mér í sambandi
við hina fyrstu daga mína í Liverpool og sagði, að ég
væri alls ekki sú stúlka.
Seinna fékk ég að vita, að hann var leynilögreglu-
maður, sem frú Kinnerton hafði ráðið, til þess að leita
mig uppi; og hefði ég sagt sannleikann, gat saga mín
orðið alt önnur.
Ég gat séð, að hann var efablandinn og ég heyrði
hann segja, að hann hefði rakið slóð mína til Taubers.
Ég þverneitaði því, að ég væri stúlkan, sem hann
leitaði að. Hann kvaddi mig og sagði mér að koma og
finna sig á skrifstofu sína, þegar ég væri hætt að vinna.
Ég fór þangað aldrei, og kom ekki heldur í kjallara-
búðina, enda þótt ég væri mjög þurfandi fyrir peninga.
Síðan vann ég í verksmiðju, þangað til dag nokkurn,
að ég veiktist skyndilega við vinnuna og var flutt á
fæðingarstofnun, og ég ól dóttur, sem ég nefndi Sheilu.
Ég fór frá fæðingarstofnuninni með 100 kr. í budd-
unni, sem var gjöf frá göfugum hjálparmanni stofnunar-
innar til stúlkna, sem væri eins komið fyrir og mér; og
líf mitt var ótrúlega miklu ánægjulegra, eftir að ég eign-
aðist litla barnið. Ég fékk atvinnu í smá sölubúð, og fékk
konu til þess að líta eftir Sheilu litlu í fjarveru minni.
Ilún var mjög hirðulaus um ögnina litlu og Sheila grét
svo mikið á nóttinni, að ég hafði litla hvíld. Við höfðum
uðeins eitt lítið herbergi og þar varð ég að þjóna okkur