Jörð - 01.09.1932, Síða 119
Jörð]
FÆÐINGARRÉTTUR I-IENNAR
117
að öllu leyti. Ég var alltaf tötraleg, alltaf afskaplega fá-
tæk, og ég veit ekki, hvernig við drógum fram lífið þenn-
an tíma.
Ég býst við, að áhyggjur mínar og ill aðbúð hafi
haft lamandi áhrif á hreysti mína. Með vorinu fengum
við bæði, barnið og ég, þungt kvef, sem við gátum ekki
losnað við, og ég gat ekki le.vst starf mitt í búðinni sóma-
samlega af hendi. Afleiðingin varð sú, að ég var rekin.
Skórnir mínir voru hjá skósmiðnum, og hann vildi ekki
láta mig hafa þá fyr, en ég borgaði viðgerðina. Mjólkur-
salinn neitaði mér um mjólk, meðan ekki var greitt það,
sem ég skuldaði honum. Ég hafði svo harðan hósta, að
ég varð að halda mér upp að skíðgörðum, meðan hósta-
hviðurnar voru að líða hjá. Iiið versta af öllu var, að ég
skuldaði húsmóður minni húsaleiguna, og hún gekk svo
grimmilega eftir henni. Ég býst við, að hún hafi haft
rétt fyrir sér frá sínu sjónarmiði, en það var ekki mín
sök; ég var atvinnulaus. Og þegar nágrannar mínir sögðu
mér, að Sheila mundi deyja, þá fannst mér lífið ekki þess
vert að lifa því. Það var aðeins ein leið opin, leiðin henn-
ar „Susie“, en það myndi verða barninu til bjargar.
Kvöld nokkurt þegar ég kom heim til mín, bannaði
húsmóðurin mér að dvelja þar stundinni lengur. Það beið
maður uppi á herberginu mínu, sagði hún, og hún réði
mér til að fara með barnið í fátækrahælið. Svo fór ég út
undir nóttina með barnið vafið innan í gamla rúmábreiðu;
sjálf var ég köld, vot og svöng, en ég hugsaði ekki neitt
um annað og bað ekki um neitt annað en það, að barnið
mætti lifa. Ég hafði ekki hugmynd um, hve veik hún var.
Það var hæli fyrir fátæk börn í grendinni, þar sem
ég vann; ég sá oft börnin leika sér milli trjánna, en kona
nokkur fátæk og fákunnandi hafði sagt mér, að.þegar
væri farið með börn þangað, þá fengju mæðurnar aldrei
að sjá þau aftur. Ég fór því út í listigarðinn, settist þar
á einn af bekkjunum og réri mér með barnið mitt.
Ég var gagndrepa, en til allrar hamingju hafði gamla
teppið varið barnið fyrir bleytunni. Meðan ég sat nú
þarna, án heimilis og örvingluð, kom maður nokkur að-