Jörð - 01.09.1932, Page 120
118 FÆÐINGARRÉTTUR HENNAR [Jörð
vífandi og spurði, hvað að mér gengi. Ég reyndi að skýra
frá því, þó að ég ætti ervitt með það, vegna skjálfta.
„Hvað myndir þú gera fyrir góðan málsverð og eitt-
hvað þurt, til að fara í?“ spurði hann. Ég sagði, að ég
myndi gera hvað sem væri, ef ég aðeins mætti hafa
barnið mitt með mér“. — „Ef þú vilt standa við skilyrði
þín, þá skal ég reyna að hressa upp á þig. Komdu góða“.
„Ekkert liggur nú á“, var sagt í karlmannsróm á
bak við þann, sem fyrir var. Karlmannshönd var lögð á
öxl hans, og verndari minn sagði: „Lyddan þín! Ef þú
hefir svolitla sómatilfinningu, þá myndir þú gefa iienni
fimm krónur og láta hana svo fara. Snáfaðu burtu!“
„Ertu með barn hérna?“ spurði hinn nýi vinur minn
og hinn mjúki írski málrómur hitaði mér um kalt hjart-
að. Og þá sá ég, að þetta var lögregluþjónn.
„Ó, gerið það fyrir mig, herra, takið mig ekki fasta“,
sagði ég í bænarróm, því ótti minn við lögregluna var
mjög mikill ennþá.
„Taka þig fasta, veslingur. Komdu með mér; ég ætla
að fara með þig ti! mömmu gömlu. ílún er hjartabezta
kona, sem til er, og þú þarfnast hjúkrunar. Herra minri
trúr! Hvað þú hefir hroðalegan hósta“.
Hann hjálpaði mér að hlúa að hinum köldu höndum
og fótum á veslings litlu Sheilu. Andlit hennar var hel-
blátt og andardrátturinn svo erfiður, að ég hélt, að hvert
andartak yrði hennar síðasta.
Ég mun aldrei gleyma komu minni í hús Pat Mal-
ones. Þar var yndislegt íbúðarherbergi, stór hitaður ofn,
lampi með björtu ljósi og elskuleg gömul kona sat þar
við að bæta sokka. Þegar við komum inn, stóð hún upp
og tók barnið úr faðmi mínum. Ég studdi mig við hinn
vingjarnlega lögreglumann; ég fann lyktina af kökum og
kaffi, og mér fanst ég vera að hníga í ómegin.
„Svona, svona“, sagði hann. Ég ætla að sækja þér
dálítið kaffi! Auminginn“, hélt hann áfram, „hún er
hreinasta barn sjálf, mamma“. Við Sheila megum þakka
þessari góðu gömlu konu og syni hennar það, að við lifð-
um af; því við vorum háttaðar niður í heit rúm og hjúkrað