Jörð - 01.09.1932, Síða 121
Jörð]
FÆÐINGARRÉTTUR HENNAR
119
með mestu nákvæmni, þangað til við hresstumst. Ég
hafði lungnabólgu og var í fjóra daga með óráði, en
Sheila, sem ég hafði verið svo hi’ædd um, hresstist og
dafnaði dásamlega frá því, er hún kom í húsið.
Þegar ég var orðin svo hress, að ég gat setið uppi,
kom frú Malone með hana að rúminu mína og sannar-
lega ætlaði ég varla að þekkja hana aftur, svo var hún
orðin blómleg og bústin.
Þegar ég var orðin hraust vildu mínir góðu vinir
ekki láta mig fara, svo ég var kyr hjá þeim og tók að
mér heimilsverkin fyrir frú Malone. Hún var gömul og
átti erfitt um snúninga, en var ágæt fóstra handa Sheilu.
Og ég hafði vissulega engan rétt til þess að vera af-
brýðissöm, því Sheila blómgaðist eins og sóley í túni undir
handleiðslu frú Malones.
Ég sagði þeim sögu mína, en sagði þeim aldrei nafn-
ið á föður Sheilu. Og nú leið mér sannarlega vel, í fyrsta
skifti í mínu skrykkjótta lífi.
Þegar liðið var hér um bil ár frá því, að ég kom til
mæðginanna, þá andaðist frú Malone dag nokkurn í
svefni; og þegar við Pat komum heim frá jarðarför henn-
ar, sagði hann við mig:
„Nú er mamma farin; væri nú ekki betra fyrir okkur
að gifta okkur?“
Ég spurði hann hvort þetta væri alvara hans, og
játaði hann því. Hann sagðist elska mig. Hann var einn
af þessum þögulu mönnum, og notaði aldrei mörg orð, en
ég vissi, að honum þótti mjög vænt um Sheilu.
Og þannig varð ég frú Patrick Malone, og Sheila
veit ekki enn í dag annað, en að Patrick Malone sé hennar
rétti faðir; og hvað Patrick viðvíkur, þá myndi hann
berja hvern þann, sem segði, að Sheila væri ekki hans
eigin dóttir.
Patrick var nú að komast í efni, og við fluttum i
nýtt hús í útborg alllangt í burtu og bjuggum þar meðal
nýrra nágranna. Það hefir allmikla þýðingu að flytja í
nýtt umhverfi. Með því er byrjað nýtt líf. Patrick hafði
fengið dálítið fé að erfðum, og hann ávaxtaði það vel.