Jörð - 01.09.1932, Side 122
120
FÆÐINGARRÉTTUR HENNAR
[Jörð
Sheila óx upp, og varð elskuleg stúlka, falleg, björt og
fjörug, og naut allra hlunninda, sem efnað miðstéttar-
heimili gétur veitt. Við gerðum okkur bæði háar vonir
um hana, og ætluðum að láta hana fara í háskóla.
Við þekktum marga góða menn, sem bjuggu í grend-
iuni við okkur, og þeir komu oft á kvöldin heim til okkar,
og höfðum við margar rólegar skemmtistundir saman þar
heima. En einhvernveginn fannst mér, að Sheila væri vax-
in þeim og okkur yfir höfuð, og ég horfði á hana og var
lirædd hennar vegna; því ég vissi, hvernig það er, þegar
ung stúlka er svo elskuleg, og freistingarnar verða alstað-
ar á vegi hennar.
Þið getiö því hugsað ykkur, hvernig mér var innan-
brjósts, þegar ég kvöld nokkurt sá hana koma heim ásamt
ungum manni, sem auðsjáanlega var af heldri manna
stéttinni. Hann var laglegur, um það bil átján ára, og
hann bar bækurnar fyrir Sheilu.
Ég heilsaði henni brosandi. Mér datt ekki í hug að
ávíta hana. Ilún hafði sjálfstæðisþrá írsku þjóðarinnar.
„Hvað piltur var þetta, Sheila?“ spurði jeg rólega.
„Ó, hann heitir Rutter, Jimmy Rutter“, sagði hún mér.
„Ég- kynntist honum á dansleik". „Því þá ekki að koma
rneð hann inn“, sagði ég. „Skammastu þín fyrir hana
móður þína?“
„Mamma, elsku gamla mamma!“ hrópaði hún, „það
vita nú allir, að þú ert eins og ung stúlka sjálf með fall-
ega litarháttinn og hárið. En ég vissi, að það gæti verið,
að pabbi væri því mótfallinn; það var þess vegna“.
„Jæja, pabbi heldur, að þú eigir að vera iðin við nám-
ið núna, góða mín“, sagði ég. „Og þú ert aðeins 17 ára“.
„Og þú varst aðeins 17 ára, þegar ég fæddist“, hélt
hún áfram.
„Jæja, góða“, sagði ég, „tímarnir hafa breytzt. En
hvað, sem því líður, þá kjósum við pabbi þinn heldur, að
þú komir með herra Rutter heim, en að þú hittir hann á
götunni“.
„Sem þið viljið“, sagði hún kæruleysislega, og eftir