Jörð - 01.09.1932, Síða 123
Jörð]
FÆÐINGAllRÉTTUR HENNAR
121
það kom Jimniy Rutter nokkur kvöld í hverri viku í
heimsókn til okkar.
Ég' býst við, að mér hafi verið órótt innanbrjósts.
Ég veit ekki hvers vegna, en ég vissi það, að unglingar
vilja ráða sér, og er það hin versta villa að reyna að taka
af þeim ráðin. En einn góðan veðurdag sagði ég Sheilu
frá hinu góða spakmæli séra Mikes.
„Hefirðu ennþá spurt hann að því, hvort það sé ætl-
un hans að eiga þig?“ Sheila hló af tómri tilhugsuninni
um það. „Stúlkur nú á tímum geta gætt sín sjálfar“,
sagði hún.
Já, 17 ára var Sheila betur menntuð og vissi senni-
lega meira en ég 34 ára. Samt veit ég ekki, hvernig hún
hefði farið að því að bjarga sér, hefði hún staðið í mín-
um sporum, þegar ég var á hennar aldri.
Þá kom sá dagur, að Sheilu var boðið á dansleik
heima hjá Jimniy. Ég- vissi auðvitað ekkert um þann bar-
daga, sem Jimmy hafði orðið að heyja, áður en hann
fékk leyfi til að bjóða henni. Hann hafði bókstaflega hót-
að ganga úr vistinni, ef hann fengi því ekki ráðið. Við
vildum ekki, að Sheila færi. Ég var hrædd um hana, sér-
staklega þar sem auðugir menn áttu hlut að máli. En að
lokum urðum við að gefa samþykki okkar, enda þótt faðir
hennar varaði hana við því, að auðmennirnir, sem hún
hitti þar, gætu reynt að gera henni eitthvað til minnk-
unar.
„Hvers vegna?“ sagði hún. „Vegna þess, að þú ert
dóttir lögregluþjóns“, sagði faðir hennar. „Mér er sama
þótt ég sé það, pabbi. Ég er upp með mér af því“, svar-
aði hún.
Þetta kom við hjartað í föður hennar, og hann gaf
mér leyfi til að eyða svo miklu sem ég vildi í kjól handa
litlu stúlkunni hans; og þegar hún fór í hann, og nábú-
arnir kornu til þess að sjá hann, urðu þeir fullir aðdá-
unar. Hún líktist drottningu með bláu augun, yndislega
hárið jarpa og fallegu litarskiftin.
Ég man eftir, að ég heyrði föður minn einhvern-
tíman segja, að í okkur væri höfðingjablóð, og Pat hvísl-