Jörð - 01.09.1932, Side 124
122 FÆÐINGARRÉTTUR HENNAR [Jörð
aði sjálfur að mér, þegar hún var farin á dansleikinn:
„Já, blóðið segir til sín, góða mín. Þú sagðir, að faðir
hennar væri af háum stigum“.
Um miðnætti kom yndið okkar heim, og hélt rakleitt
og æði hnakkakert inn til okkar, þar sem við sátum og
töluðum um hana, en fleygði sér jafnskjótt í fangið á
mér grátandi. ,,Ó, mamma, ég skemmti mér dásamlega.
Allir vildu dansa við mig, og Jimmy leit ekki við annari
stúlku, en ég varð að fara, vegna þess að drambsamar
ekkjur móðguðu mig; þær voru að gera háðslegar at-
hugasemdir mér viðvíkjandi, og spyrja hver þessi ung-
frú Malone væri. Og það, sem gerði illt verra, var, að
Jimmy á stjúpföður, hraklegan mannhund, sem fór með
mig út í blómahúsið og spurði mig, hvað mikið ég vildi
fá til þess að yfirgefa Jimmy fyrir fullt og allt, því hann
ætti raikla framtíð í vændum og mikil auðæfi, og — og
— ó, jeg sló þessum hræðilega manni utanundir, og fór
heim“, bætti hún við og þurkaði sér um augun.
,,Ég skal jafna um harm“, sagði Pat, með veiðiglampa
í augunum. Ég reyndi að halda honum til baka, en allt
kom fyrir ekki. Pat fór. Og hið næsta, sem ég las í blöð-
unum var að Reginald Asley væri veikur af heilahristingi
og meiðslum, sem hann hafði fengið af byltu. Og nú komst
ég að raun um það, að stjúpfaðir Jimmy var Reginald
Asley, maðurinn, sem hafði tælt mig — hinn rétti faðir
Sheilu. Ég mundi það nú, því ég hafði lesið auglýsingu
um giftingu Reginalds Asley og ekkjunnar Rutter, rétt
áður en Sheila fæddist.
Því næst skrifaði Pat Jimrny og harðbannaði honum
að koma heim til okkar, en Jimmy kom samt sem áður.
Hann korn fullur örvæntingar og reiði, til þess að biðja
afsökunar á því, sem Sheila hafði orðið fyrir á heimili
hans. En Pat skelti hurðinni í lás við nefið á honum, og
veslings drengurinn kom ekki aftur. Sheila varð sorgbititi
og grét sárt í herberginu sínu. Nú komst allt í sitt gamla
horf, og ég vonaði, að Sheila hefði gleymt Jimmy, því að
hún stundaði háskólann, og var nú eins og hún átti að
sér að vera. En þið getið hugsað ykkur, hversu mér varð