Jörð - 01.09.1932, Qupperneq 125
Jörð]
FÆÐINGAltRÉTTUR HENNAR
123
við, þegar ég dag nokkurn i'ann í svefnherbergi Sheilu
skrifaðan miða, sem hljóðaði þannig: „Engillinn minn!
Reyndu að koma til herbergja okkar snemma í kvöld“.
Ég veit ekki, hvernig ég náði mér eftir örvæntinguna,
sem greip mig, við að lesa miðann. Ég komst aðeins þvert
yfir gólfið í stofunni og hneig svo í ómegin. Þegar ég
raknaði við aftur, fann ég handleggi Pats utan um mig.
Hann vissi hvers kyns var, því hann hafði lesið miðann,
en hann skildi það ekki til hlítar, því hann gat ekki gert
sér grein fyrir þeirri angist, sein þetta orsakaði mér —
vegna eigin reynslu. „Sheila mín! Litla stúlkan mín!“
„Vertu ekki að hugsa um þetta hjartað mitt“, sagði
Pat, „láttu mig annast um það, ég skal fara og koma
með hana heim í kvöld“.
En þó að hann leitaði hátt og látt, gat hann ekki
haft upp á henni, og hann kom heim. Við sátum við eld-
inn veik af ótta, þangað til loksins, að Sheila kom upp
tröppurnar, og var að blístra fjörugt lag. Pat lauk upp
fyrir henni.
„Hvar hefir þú verið?“ spurði hann alvarlega. „Ég
hef verið hjá Mary“, svaraði hún. „Hvað á þá þetta að
þýða?“ spurði hann, og rétti henni miðann, sem við höfð-
um fundið. Hún bliknaði upp, en ypti svo öxlum. „Ég ætl-
aði að segja ykkur það seinna. Við erum gift“, sagði hún.
„Ó, Sheila!“ sagði ég með ekka. „Hvað á allt þetta upp-
þot að þýða? Ég elska hann og hann elskar mig, en við
gátum ekki gift okkur vegna hans bjánalegu móður og
stjúpa. Við gripum því til örþrifaráða og létum gefa okk-
ur saman á laun; það er allt og sumt“, sagði hún.
„Þú hefir gert henni móður þinni hjartasorg“, sagði
Pat. „Mamma skilur ekki“, sagði Sheila, en þá býst ég
við að hún hafi tekið eftir hinu undarlega útliti mínu,
því að stúlkan mín hljóp nú í fangið á mér, þrýsti sér upp
að mér, og sagði, að hún hefði verið gift í þrjá mánuði,
og engan hefði grunað það.
Nú var ekkert hægt að gera annað en að auglýsa gift-
inguna. Það vakti hræðilegt uppþot á heimili Rutters og
Aslevs. En þau gátu ekkert gert nú, og Jimmy og Sheila