Jörð - 01.09.1932, Page 126
FÆÐINGARRETTUR HENNAR
fJörð
124
lögðu loksins af stað í brúðkáupsferð, þó að þessi dráttur
hefði orðið á því.
Nú, auðvitað vakti slíkur viðburður ekki litla eftir-
tekt í Liverpool. Blaðamenn komu til þess að hafa tal
af okkur, og þetta varð til þess, að einn morgun kom
ókunnugur maður heim til mín, og sagði: „Myndin af
yður í blöðunum hefir vakið athygli konu, sem hefir verið
að leita að yður í mörg ár. Eruð þér eða voruð þér Bridget
O’Brien ?“ Jeg játaði það satt vera. „Björguðuð þér fyrir
nokkrum árum frú Kinnerton?“ „Frú Kinnerton — ég
þekki hana“, sagði ég áköf. „Hún hefir verið erlendis í
mörg ár og er nýkominn heim, og hana langaði að vita,
hvort hún mætti koma að heimsækja yður í kvöld“.
Jæja, það gerðist margt daginn þann. Jimmy og
Sheila komu heim ljómandi af gleði eftir hveitibrauðs-
dagana, og þá var ég þar fyrir prúðbúin, og beið eftir
heimsókn, en vildi ekki segja þeim, á hverjum ég ætti von.
Og þá, viltu vita, fylltist strætið okkar skyndilega
af biíreiðum og frú Kinnerton kom inn með hérumbil
tylft af hefðarkonum. Og við féllumst í faðma á samri
stundu.
Frúrnar höfðu flutt með sér allt, sem til þess þurfti
að halda veizlu, hljóðfæraflokk, blóm og ágætan kvöldverð,
og nágröhnunum var boðið að vera með 1 veizlunni. Þeg-
ar húsið var orðið fullt af gestum las ein frúin upp sög-
una af því, þegar ég bjargaði hinum átta mannslífum,
á gamla skipinu, og nældi heiðursskjöld úr gulli á brjóst-
ið á mér. Það upplýstist nú, að strax eítir skipsbrunann,
hafði þetta kvennfélag komið sér saman um að veita mér
heiðursmerkið, en þeim hafði ekki fyr tekist að finna
mig, til þess að afhenda það.
Meðan ég var annars hugar út af þessum viðburði,
tók ég ekkert eftir því, að tveir ókunnugir bættust í hóp-
inn, fögur kona miðaldra og karlmaður, sem mér fannst
eg kannast vel við, þegar ég loksins veitti honum eftir-
tekt.
Ég sá, að Jimmy stóð upp og gekk til konunnar og
kyssti hana, og heyrði að hann kallaði hana „mömmu",