Jörð - 01.09.1932, Qupperneq 127
JÖI'ð]
FÆÐINGARRÉTTUR HENNAR
125
og þá vissi ég- á svipstundu, að maðurinn, sem kom með
henni var faðir Sheilu — maðurinn, sem ég þekkti undir
nafninu Arthur Fernley, en hét réttu nafni Reginald
Ashley.
Iiann leit undarlega í kringum sig, þangað til augu
hans staðnæmdust á mér, og ég sá sök og- ótta lýsa sér
úr svip hans, og á því augnabliki virtist mér, að sá Arthur
Fernley, sem mig hafði dreymt um meyjardraumana,
dytti í mola fyrir framan mig, ég sá aðeins miðaldra mann
með gjálífislegan svip, sem virtist afskaplega bugaður og
hræddur við það að vera staddur á heimili mínu.
Meðan þetta gerðist, hafði Jimmy komið með móð-
ur sína til mín og' kynnt okkur hvora fyrir annari.
Hún bauð af sér mjög góðan þakka, og mér varð
strax hlýtt til hennar. Við vorum líka báðar mæður, og
börnin okkar voru hjón.
Nú vildi svo heppilega til, að Kinnertons hópurinn
var vel kunnugur Ashley hjónunum, svo að samkvæmið
heppnaðist ágætlega; — og þetta gerðist allt á litlu heim-
ili lögregluþjónskonu!
Ég minntist þess nú, að ekki voru ýkja mörg ár síð-
an ég var félaus stúlka í Liverpool, og mér virtist ótrú-
legt, að þetta allt skyldi drífa á daga mína.
En Ashley gat ekki látið hér við sitja. Þegar hann
sá, að ég var ein eitt augnablik, flutti hann með sér stól,
settist við hliðina á mér og hvíslaði að mér í lágum
liljóðum:
„Þú getur gert, hvað sem þér sýnist, eins og þú veizt,
en mér þykir vænt um konuna mína. Ætlarðu að segja
henni alla söguna?“
Og ég vissi, að ég hafði Ashley á valdi mínu.
En svar mitt hlýtur að hafa kornið honum á óvart,
því ég sneri mér við, og sagði: „Og mér þykir vænt um
manninn minn, og langar ekki til, að hann verði dæmdur
fyrir að drepa yður, og því er leyndarmál yðar vel gevmt
hjá mér“.
Svo leið nú þetta dásamlega kvöld og gestirnir fóru
að fara, en Ashleyhjónin biðu þangað til síðast.