Jörð - 01.09.1932, Qupperneq 128
126 FÆÐINGARRÉTTÚR HENNAR [Jörð
Og þegar við vorum orðin ein með þeim, sagði frú
Ashley: „Ég vildi nota þetta tækifæri til þess að tala við
þig, frú Malone? Ég vil, að Jimmy og Sheila verði ham-
ingjusöm, og eignist heimili út af fyrir sig“.
„Móðir“, sagði Sheila, og sneri sér að frú Ashley, „þú
hefir hjartað á réttum stað, en ég held þú vitir ekki
hverskonar mann þú hefir gengið að eiga. Því hann var
svo ósvífin“, bætti hún við og benti með fingrinum á hinn
aumingjalega Ashley, sem stóð skjálfandi frammi fyrir
henni, „að skrifa Jimmy, meðan við vorum í brúðkaups-
ferðinni, og stinga upp á því við hann, að hann gæti gert
ógilda giftinguna, eða eitthvað á þá leið, vegna þess að
við værum bæði ómyndug. Nú skal ég segja þér nokkuð,
herra Ashley“, sagði Sheila. „Sá maður, sem vill taka
Jimmy frá mér, verður að ganga af mér dauðri“. Augu
Sheilu leiftruðu á meðan hún sagði þetta, en ég var líka
stolt af stúlkunni minni. Hún hafði í sínu unga hjarta
allan mátt konunnar til að elska.
„Já, já, Sheila“, sagði Jimmy. „En við skulum láta
þetta vera gleymt nú. Við ætlum nú öll að semja frið og
vera góðir vinir, móðir mín —“.
„Móðir þín er elskuleg, Jimmy“, sagði Sheila, „en
það er stjúpi þinn, sem ég er að tala um. Ilann móðg-
aði mig, þegar ég kom á dansleikinn til ykkar. Hann er
auðvirðilegur, bleyðilegur —“.
„Sheila, Sheiia, barnið mitt!“ sagði ég’ i lágum róm.
„Ég vil segja álit mitt á honum“, hrópaði Sheila. „Hann
er bleyðilegur, dóna—“. „Sheila“, greip Ashley fram í, ná-
hvítur í andliti, „við skulum gleyma, eins og Jimmy seg-
ir“. „Ég skal segja þér, Reginald Ashley“, sagði Sheila,
„að ef þú kemur nokkurntíman inn fyrir mínar dyr, þá
vil ég ekki ábyrgjast afleiðingarnar af því“. „Sheila“,
hrópaði ég utan við mig, ,,þú ert að tala við hann föður
þinn; mundu það“.
Reginald Ashley stökk upp úr sæti sínu náfölur í and-
liti. „Tengdaföður þinn“, flýtti ég mér að segja. „Barnið
mitt! Við ættum að vera róleg eftir það, sem gerzt hefir
í kvöld“.