Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 129
Jörð] FÆÐINGARRÉTTUR IIENNAR 127
„Hann er einungis stjúpfaðir Jimniys; hann er ekk-
ert skyldur Jimmy, svo er guði fyrir að þakka“, sagði
Sheila í dálítið mildari róm.
Þannig tókst okkur að lokum að semja einskonar
vopnahlé, en þegar Ashley var að fara, tók hann mig af-
síðis, og sagði: „Er Sheila dóttir mín, Mary?“
Ég horfði fast á hann. „Hún er mitt barn og barn
Malones“, svaraði ég. „En það er eitthvað í fari henn-
ar —sagði hann efablandinn. Ég svaraði ekki öðru en
þessu: „Ef þig langar til að vita meira, þá spurðu Pat
Malone“. Og svo bauð ég honum góða nótt.
Nú virðist æfisaga mín vera á enda, eða það sem
er í frásögu færandi. Ég á afar, afar gott. Frú
Kinnerton keypti bæ í sveitinni handa bónda mínum, og
þar búum við, og Pat er svo hamingjusamur sem hægt
er að vera. Því hann er gefinn fyrir sveitalífið, og hann
situr svo vel á hesti, að hann hefir lengi verið kallaður
hér í grendinni: Malone riddari.
Frú Kinnerton er hjá okkur tíma úr sumrinu á
hverju ári. Hún var skírnarvottur, þegar Pat Malone
yngri var skírður, það er að segja hinn elskulegi litli son-
ur Sheilu. Sheila og Jimm'y búa nú í fögru húsi í London,
og ánægjulegustu stundir mínar í lífinu, eru þær, þegar
stúlkan mín og maðurinn hennar, koma og dvelja hjá okk-
ur með litla drenginn sinn, en það gera þau, hvenær sem
færi gefst.
Frú Ashley og maður hennar búa erlendis. Hún er
heilsulítil, brjóstveik og Ashley sjálfur virðist vera heldur
heilsuveill, svo að ekki er líklegt, að þau dvelji mikið í
Englandi hér eftir. Ég býst við, að þau hafi orðið fyrir
vonbrigðum, þegar Sheila nefndi drenginn Pat Malone.
Þau hefðu kosið, að það væri eitthvað virðulegra. En frú
Ashley var mjög ánægð með drenginn, sem með tímanum
myndi verða auðugur maður og lifa við allt önnur kjör
en þau, sem amma hans bjó við, fyrst eftir að hún kom
til Englands.
Ég sé hann núna, hlaupa út á akurinn á móti afa
sínum, og kalla til hans að taka sig upp, og Pat tekur