Jörð - 01.09.1932, Page 130
128
þRlFNAÐUR
[Jörð
drenginn í faðm sér og kyssir hann. Ó, Pat Malone!
Enskan er ekki nógu orðmörg til þess að ég geti skrifað
um þig, eins og mér býr í brjósti!
E n d i r.
Þrifnaður.
i.
Eftir S n o r r a héraðslækni II a 11 d ó r s s o n.
J3 VI hefur verið haldið mjög á lofti af ýmsum
þeim erlendum mönnum, sem ferðast hafa hér á landi,
að sóðaskapur sé hér mikill og almennur. Stundum hefir
þetta verið mjög ýkt, eins og oft vill verða, þegar farið
er að gera orð á einhverju og einkum, þegar óorð er kom-
ið á; en þó hafa þessir menn því miður haft mikið til
síns rnáls; og þó að mikið hafi batnað í þessum efnum
á seinasta mannsaldri, þá er í mörgu ábótavant ennþá.
Tvennt er það sérstaklega í sóðaskap Islendinga, sem
við höfum fengið óorð fyrir og til sjúkdóma má telja.
Það er s u 11 a v e i k i og 1 ú s.
SULLAVEIKI hefir verið hér mjög algengur
sjúkdómur og er of algeng ennþá. Það var mikil vorkun
áður, þó að margir fengju veikina; því þá voru menn
óvitandi um orsök þeirrar veiki, eins og svo margra ann-
ara sjúkdóma. Þá var það algengt, að hundarnir voru
látnir sleikja innan matarílátin, og kom það í stað þvott-
ar. Hundarnir lágu í rúmunum innan um börnin o. s. frv.
En svo tókst læknavísindunum að komast að því, að
sullum veldur sérstök tegund bandorma, sem lifir í melt-
ingarfærum hunda. Þessi bandorm.stegund er svo lítil, að
hún sést aðeins óglöggt í hundasaur með berum augum.