Jörð - 01.09.1932, Side 131
Jörð]
pRIFNAÐUR
129
Hinsvegar eru aðrar tegundir bandorma í hundum miklu
stærri, sem oft sjást í saur þeirra; þær koma ekki mönn-
um að sök, heldur aðeins sauðfé og nautum. Bandormar
hundanna geta af sér egg; og það eru þau egg, sem eru
mönnum hættuleg. Eggin eru svo lítil, að mjög er erfitt
að varast þau. Ef hundarnir hafa hina hættulegu orma í
sér, getur hættan verið þar, sem menn varir sízt. Hundar
eru oft að sleikja sig að aftan og geta þá fengið eggin
á tunguna og þau svo borizt á hendur manna á eftir. Þau
geta hrotið í matarílát, í vatnsílát, þar sem þau standa
á g'ólfi, og á þann hátt lent ofan í menn og orsakað sjúk-
dóm, sem reyndar fer hægt að, og er venjulega lengi að
búa um sig, en getur orsakað með tímanum langvarandi
vanheilsu og dauða fyrir aldur fram.
Það myndi yfirleitt reynast mjög erfitt að verjast
þessari hættu, ef hundarnir okkar væri flestir eða allir
með ormana í sér.
En hvernig fá hundarnir ormana?
Þeir fá þá í sig við að éta ofan í sig sulli. Nú er það
nokkuð, sem varla kemur fyrir, að hundar éti sulli úr
mönnum; en meinið er það, að hinir sömu sullir, sem vaxa
í mönnum og valda þeim skaða, þróast líka í sauðfé; og
ú r sauðfé fá hundarnir orminn í sig.
Hundurinn étur sullinn úr kindinni, en innan í sullablöðr-
unni eru smáörður, nokkurskonar egg, sem vaxa og verða
að ormi í þörmum hundsins. Ormurinn í hundinum getur
svo af sér egg, sem kindin gleypir, og úr því eggi mynd-
ast sullur í lifur eða netju kindarinnar. Þetta verður
hringferð frá hundi til kindar og frá kind til hunds; og
stund.um frá hundi til manns.
Með hundahreinsunum, sem eru lögboðnar hér á
landi, er verið að reyna að útrýrna bandormunum úr
hundunum, og vafalaust kemur þetta að nokkrum notum;
það sést meðal annars á því, hvað lítið er orðið um höfuð-
sótt í kindum1 nú á móti því, sem áður var. En hitt er
eins víst, að örugt reynist þetta ekki; og getur þar sum-
part valdið óvandvirkni hundahreinsunarmanns og trassa-
skapur hundaeigenda. En annars er deilt um það, hvort
9