Jörð - 01.09.1932, Síða 132
pRIFNAÐUR
[ Jörð
i::0
hundahreinsanirnar geti nokkurntíma losað hundana að
fullu við bandorma. En það er annað, sem e r ö r-
ugt: Ef bess væri vandlega gætt, að
hundar næðu aldrei í sulli eða hrá inn-
ý f 1 i ú r s k e p n u m, þ á f e n g j u þ e i r h e 1 d u r
ekki ormana í sig og þá myndi öll sulla-
veiki hverfa úr mönnum og skepnum. En
er þessa gæt sem skyldi? Nei! Og því vildi ég vekja máls
á þessu hér. Sullir í kindum gætu ekki verið
svo algengir, sem þeir eru, ef góð varúð
væri höfð í þessum efnum. Það hefir verið svo
margt um þetta rætt og ritað, að ég hefi talið víst, að
allir vissu, hvað við liggur, ef hundur étur sulli. Samt
hefir maður sagt mér í mínu héraði, að hann hafi horft
á annan mann fleygja sulli fyrir hundinn sinn. Ef slíkt
er gert með íullri vitund um, hverjar afleiðingar af því
geta orðið, þá er það ljótt athæfi og ætti að liggja refs-
ing við. Annars geri ég ráð fyrir, að það séu einsdæmi
nú á tímum, að menn leiki sér að því að gefa hundum
sulli, en hitt er áreiðanlegt, að of mikil óvarkárni er við-
höfð þar, sem skepnum er slátrað. Það á að vera algiid
regla, þegar skepnum er slátrað, að taka sullina og fara
með þá í eldinn jafnóðumog þeir finnast e ð a að öðr-
um kosti að safna þeim í í 1 á t, meðan slátrun fer fram,
þar sem hundar ná þeim ekki, og brenna
svo allt í einu, þegar slátrun er lokið. Sömuleiðis á að
l’orðast að gefa hundum hráæti.
Það verður erfitt að koma í veg fyrir, að hundar
nái ekki í hráæti úti um hagann; en þó er það svo sjald-
gæft, að ég er viss um, að ef menn láta ekki hundana
verða mjög gamla, eru reglusamir með hreinsun þeirra
og sérstaklega, ef menn gæta þcss, að hundar éti ekki
hráæti, sem suilur geta leynst í, þá má útrýma sullaveiki
alveg úr landinu.
N Ú V I L ég tala dálítið um það, sem hefir komið
mestu óorði á okkur með erlendum þjóðum, sem gest-
gjafa, en það er 1 ú s i n. Jafnvel þeir, sem hafa hrósað