Jörð - 01.09.1932, Síða 133
JÖl'ð]
JjRIFNARUR
131
gestrisni íslendinga, hafa borið oss þá sögu, að erfitt
væri að verjast lúsinni. Fyrir nokkrum árum síðan komu
um sumartíma hollenzk hjón austan um land; þau höfðu
farið landveg úr Rvík norður og svo hringinn. Konan
sagði mér, að áður en þau lögðu af stað að heiman frá
sér, hefði verið búið að segja sér svo mikið af lúsinni hér
á íslandi, að hún hefði ekki þorað annað en að taka með
sér mikið af lúsameðali til ferðarinnar. En sem betur
fór, þurftu þau lítið á lúsameðali að halda. Þau voru yf-
irleitt mjög ánægð yfir því að ferðast um ísland. En í
engu hafði það farið eins langt fram úr öllum vonum eins
og í því, hvað létt þau sluppu við lýsnar. Þau höfðu gist
mjög víða og ekki orðið vör við lús nema í einum stað;
en það var á afskekktu fjallakoti í Norðurlandi. Ég fann,
að þeim þótti vænt um að geta sagt mér þessa sögu; því
þau höfðu litið á þetta sem ljótan blett á þjóðinni, ef að
satt væri; en þeim hafði fallið vel við fólkið og sögðust
nú, þegar heim kæmi, geta hnekkt þessu ámæli sem ó-
verðskulduðu.
Það er líka hið sanna í þessu máli, að víða er lús
útrýmt og að víða er hægt að gista, án þess að verða var
við lús. En samt er svo mikið af henni ennþá í sveitum
landsins, að það er ekki vansalaust.
Því var almennt trúað áður, að lús kviknaði af sjálfu
sér, aí. óhollum vessum í líkamanum og lúsin því talin
nauðsynleg og sjálfsögð; það talið merki um óhreysti, ef
menn voru ekki lúsugir.
Eldra fólk er til ennþá, sem trúir þessu; en nú er
fræðslan orðin meiri en þá var; og ekkert barn á að
komast svo í gegn um barnaskóla, að það viti ekki glögg
deili á uppruna lúsarinnar. En af því að við vitum það,
að lúsin er dýr, sem eykur kyn sitt og berst af einum
manrii á annan, en kviknar ekki af sjálfu sér, þá megum
við ekki vera ánægð með það að ala þessi dýr á okkur,
og vera þess valdandi, að þau berist á aðra. Það er því
fremur skömm fyrir okkur að sætta okkur við þetta, sem
]->að rná heita auðvelt að útrýrna lús af hverju einasta
heimili. Þetta á hin uppvaxandi kynslóð að
9*