Jörð - 01.09.1932, Page 134
132
JJRIFNAÐUR
[ Jöið
g e r a. Það hefur mörg barnamóðir átt erfitt og á enn
um að sjá börnum sínum fyrir fæði og fötum; og því af-
sakanlegt, þó að þrifnaði hafi í suinu verið ábótavant;
og mæður okkar höfðu þá afsökum, að þær unnu mikið
sjálfar til fata og plagga. Nú er svo komið, að víða fer
mikið af vinnu kvenfólksins í ýms þrifastörf á heimil-
unum, allskonar þvotta og hreingerningar — en ú t-
rýming lúsa á vissulega að ganga á undan
daglegum gólfþvottum. Nú mun það vera svo,
að margur heldur, að það sé illkleift að útrýma lúsum,
en í rauninni er það mjög auðvelt. Þarf aðeins að gera
það í eitt skifti fyrir öll; og e f m e n n v æ r u s a m-
taka um það í heilum sveitum, þá væri
björninn að öllu leyti unninn. En þó að svo
sé ekki, þá er tiltölulega auðvelt að verjast því, að lús
komi þangað, sem henni hefur verið útrýmt. Þá þarf að-
eins að hreinsa föt þeirra, sem flytja á heimilið, og eins
að gæta varúðar við þá, sem gista.
Það eru þrjár tegundir lúsa, sem þrífast á mönnum:
fatalús, höfuðlús og flatlús.
Til þess að útrýma f a t al ú s af heimili þarf að taka
í þvott í einu nærföt handa öllum, sem eru á heimilinu;
sömuleiðis nóg af lökum og yfirsængur\ærum og kodda-
verum, til þess að geta skift á öllum rúmum. Fötin eru
soðin í 15 mínútur og talið gott að hafa dálítinn sóda í
vatninu; þó mun það ekki nauðsynlegt, ef hætta væri á,
að ullarföt skemmdust við það; mætti sjóða þau í hreinu
vatni, og þá lengur. Fötin eru svo þvegin á venjulegan
hátt og varast að láta þau koma nálægt óhreinum fötum,
þegar þau þorna. Líka má sjóða óvönduð utanyfirföt, ef
líklegt er að þess gerist þörf. En þó að það sé ekki gert,
þá ætti til tryggingar að taka öll utanyfirföt óg pressa
þau, það þarf að gera þau vel rök og pressa þau með vel
heitu járni, helzt nokkuð þungu. Svo verða allir að hafa
fataskifti í einu og þvo sér um leið vandlega um skrokk-
inn úr sápuvatni; þá á líka um leið að skifta á öllum
rúmum. Óþarfaföt, sem stundum eru í rúmum undir
koddum, væri bezt að taka burtu; þar má setja heypoka