Jörð - 01.09.1932, Page 135
JÖl'ð]
JJRIFNAÐUR
133
í staðinn; allt slíkt, sem hugsanlegt væri að lús lifði á,
en ekki þarf fljótlega að nota, má láta í poka og geyma,
og eftir hálfan mánuð er talið, að öll lús sé dauð í fötum,
sem þannig eru geymd.
If ö f u ð 1 ú s er bezt að útrýma jafnframt fatalús-
inni. Með karlmenn og börn þarf varla annað en snoð-
klippa hárið og þvo svo vandlega úr sápuvatni; nitin sit-
ur sjaldan svo niðri við hársrætur, að hún klippist ekki
burtu ef hárið er snöggklippt. En sé hárið ekki klippt,
má bleyta það í steinolíu, vefja dúk utan um og sofa með
yfir nóttina. Eftir 12 tíma má þvo olíuna úr með sápu og
sóda og kemba burtu nitina. Þó getur verið að þetta dugi
ekki í eitt skifti og þarf þá að endurtaka það eftir viku-
tíma. Meðal hefi ég, sem C y p r e x heitir, og hefir
re.vnst mér ágætt til þess að ná lús úr hári; og sá kost-
ur við það, að það þarf ekki að vera eins lengi í hárinu;
annars er steinolía einhlít, ef að rétt er með farið.
F 1 a 11 ú s hefi ég lítið orðið var við hér í mínu hér-
aði. Hún getur komið fyrir í öllu hári á líkamanum nema
höfuðhári. Ilenni má útrýma með steinolíu, en af því að
steinolía vill brenna sumstaðar á líkamanum, sérstaklega
ef oft þarf að bera hana á, þá er betra að fá lúsasmyrsl
hjá lækni; með því að núa því vel inn í, kvölds og morg-
uns, er auðvelt að útrýma flatlús.
-o-
ÞÉR, sem hafið góðan aðgang að berjum:
tínið þau og gerið mauk úr bláberjunum, hlaup
úr hrútaberjum og saft úr krækiberjum. Notið
rabarbarann svipað.
KAUPIÐ lýsi; það ver yður kvillasemi og
farsóttum betur en nokkurt annað einstakt meðal.